25.7.2008 | 16:34
Tvö Víkingsliðanna í úrslitakeppni ReyCup
Tvö Víkingslið af þremur fara í úrslitakeppni á ReyCup, Víkingur 1 og Víkingur 2. Hið fyrrnefnda með sex stig af níu mögulegum en hið síðarnefnda með fullt hús stiga, tólf alls og samanlagða markatölu 25-6 í leikjum sínum!
Úrslit dagsins:
- Þór-Víkingur 1: 1-4.
- Víkingur 1-FIF/1909 frá Óðisvéum: 0-3.
- Víkingur 2-ÍA: 8-3.
- FH-Víkingur 2: 0-7.
- Víkingur 3-Hamar/Ægir: 0-1.
- Þór-Víkingur: 3-1.
Gæðum lífsins var misskipt í fyrstu Víkingsleikjum dagsins kl. 8:00. Á Valbjarnarvelli rúllaði Víkingur 2 Skagamönnum upp en skammt þar frá varð Víkingur 3 að játa sig sigraða eftir að hafa fengið á sig eina mark leiksins mínútu eftir að leiknum átti að vera lokið. Stórleikur Harðar hins hárprúða dugði meira að segja ekki til að okkar menn fengju eitthvað út úr leiknum. Útslit sem sagt 0-1 fyrir Hamar/Ægi frá Hveragerði og Þorlákshöfn.
Skagamenn voru langt frá því að vera komnir almennilega fram úr rúmunum í upphafi leiks við Víking 2 og dómarinn þurfti að hraðrita í kladdann hjá sér á fyrstu mínútunum til að hafa undan markaregninu. Þrjú mörk gegn engu var bláköld staðreynd eftir stundarkorn í upphafinu og í hálfleik var staðan 6-1 Víkingum í vil. Eftir hlé fóru Víkingar að slaka ögn á en skoruðu samt í tvígang. Skagastrákar vöknuðu á sama tíma og voru mun hressari en áður. Lokastaðan 8-3. Ólafur Andri endurtók leikinn frá í gær og skoraði þrennu, Röggi og Gulli settu tvö hvor og Sigurður Davíð eitt. Mjög fínn líkur hjá Víkingum og stórsigur verðskuldaður.
Víkingur 1 þurfði að leggja Þór frá Akureyri til að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni og gerði það af öryggi. Liðið var baráttuglaðara og öruggara í aðgerðum sínum en gegn Skagamönnum í gær og uppskar í samræmi við það. Í hálfleik var staðan 3-0. Aron Elís skallaði í markið strax í upphafi leiks og bætti öðru marki við með langskoti nokkru síðar. Viktor skallaði síðan í netið eftir hornspyrnu og aftur eftir hlé eftir góða sendingu Patriks. Þórsarar komust í þvígang í ágæt færi í síðari hálfleik og skoruðu úr einu slíku en Halldór varði í hinum tilvikunum. Góður leikur Víkings og mun meira sannfærandi sigur en gegn Skaganum í gær.
Víkingur 2 hélt sigurgöngunni áfram gegn FH og sendi Hafnfirðingana heim með sjö mörk á bakinu gegn engu. Aron Ellerts, Sigurður Daði og Ólafur Andri skoruðu tvisvar hver og Konni eitt.
Víkingur 3 sneri við blaðinu frá fyrri leikjum og lagði Þór frá Akureyri með þremur mörkum gegn einu. Andri Már, Jóhann Gunnar og Jökull Starri skoruðu fyrir Víking og þar með voru þrjú stig í höfn.
Síðasti leikur dagsins var svo viðureign Víkings 1 og Dananna frá Óðinsvéum. Fyrir lá að bæði lið voru komin áfram í mótinu en undir var efsta sætið í riðlinum og sæmd með í þessum landsleik. Strax í upphafi komst knár sóknarmaður FIF/1909 í gegnum Víkingsvörnina. Halldór markvörður reyndi að bjarga því sem bjargað varð með því að kasta sér á boltann fyrir fætur Danans, sem féll við og dómarinn úthlutaði Dönum vítaspyrnu og markverðinum gult spjald. Danir komumst þar með yfir eftir það höfðu Víkingar góð tök á leiknum á köflum og áttu tvö mjög góð færi, annað skotið hafnaði í stöng. Það tókst samt ekki að pota tuðrunni í netið en Danir stálu hins vegar senunnni með því að skora úr eitraðri skyndisókn á síðustu sekúndum hálfleiksins. Eftir hlé var minni kraftur í Víkingum en í fyrri hálfleik og Danir voru lengst af líklegri til að bæta við marki frekar en Víkingar að minnka muninn. Það gekk eftir og Danir skoruðu þriðja markið.
Þrátt fyrir sigur gestanna frá Óðinsvéum var óhressasti maður vettvangsins þjálfari danska liðsins og lét dómarana óspart heyra það! Hann óð inn á völlinn í leikhléi til að kvarta yfir því að dómarar leyfðu Víkingum að spila fast og hélt því fram að Danirnir hefðu átt að fá dæmt aðra vítaspyrnu í fyrri hálfleik. Varla var búið að flauta leikinn af þegar þjálfarinn æddi enn á ný inn á völlinn til að ausa úr kvörtunarskálum yfir dómarana. Enn var hann að tuða í danska hópnum við vallarendann löngu eftir að leik lauk. Þegar nú liggur fyrir hvernig þessi náungi bregst við sigurleikjum væri fróðlegt að vita hvernig hann hagar sér eftir tapleiki!
- Fleiri myndir frá því í dag í myndaalbúminu.
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (17.3.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar