Leita í fréttum mbl.is

Mosfellingar teknir í kennslustund

 Víkingsliðin rúlluðu yfir Aftureldingu í báðum leikjum Íslandsmótsins í dag. Úrslit A-leiksins urðu 1-7 en 1-9 í B-leiknum! Nú verður ekkert gefið eftir, bæði liðin ætla sér í úrslitakeppnina í haust.

Fyrirfram var búist við jöfnum hörkuleik og fyrstu mínúturnar bentu eindregið til að sú yrði raunin. Greinilegur byrjunarskrekkur var í okkar mönnum en Mosfellingar voru hins vegar býsna ágengir og ákveðnir sem skilaði þeim marki strax á fjórðu mínútu. Þeir tóku sér hins vegar lengri tíma til að fagna en æskilegt er í fótbolta því innan við mínútu síðar þurfti markvörður þeirra að hirða boltann úr netinu eftir skyndisókn Víkinga og laglegt mark Patriks. Davíð Örn skoraði síðan á 13. og 19. mínútu og þá gáfust Mosfellingar í raun upp. Vikingar gengu á lagið og röðuðu inn mörkum. Patrik bætti við öðru marki og í leikhléi var staðan 1-4.

Víkingsveislan hélt áfram eftir hlé. Patrik skoraði þá beint úr hornspyrnu (endurtók leikinn frá í Grindavík!) og fullkomnaði þrennuna sína. Síðan skoraði Agnar Darri mark sem dómarinn skráði reyndar sjálfsmark í leikskýrsluna og Davíð Örn skreytti kökuna með sjöunda markinu undir lokin.

Munurinn á liðunum í þessum leik var í samræmi við markatölurnar, Afturelding átti engin svör við leik Víkings í sókn og vörn og Mosfellingarnir notuðu síðari hálfleikinn aðallega til að bíða eftir því að dómarinn flautaði leikinn af. Víkingar voru í miklum ham og nú er um að gera að halda grimmdinni til enda á lokasprettinum í Íslandsmótinu.

B-leikurinn var einstefna að Aftureldingarmarkinu frá upphafi til enda. Í hálfleik var staðan 0-3 Víkingi í vil. Eftir hlé klóruðu Mosfellingar í bakkann með einu marki en veislan var hins vegar Víkings og stigin öll þar með.

Markaskorarar í B-leiknum voru Agnar Darri og Ólafur Andri með sína þrennuna hvor, Andri, Haukur Jóns og Steinar Ísaks skoruðu hver sitt markið.

Þegar hér er komið sögu í Íslandsmótinu er A-lið Víkings í þriðja sæti í riðlinum, tveimur stigum á eftir Aftureldingu og á leik til góða. Víkingssigur gegn Leikni á miðvikudaginn kemur færir Víkingi með öðrum orðum annað sæti riðilsins. B-liðið er í þriðja sæti í sínu riðli, þremur stigum á eftir Þrótti, sem er í efsta sætinu. Víkingar eiga hins vegar leik til góða á bæði Þrótt og Hauka framan við sig á stigatöflunni og eiga þannig möguleika á að komast að hlið Þróttar með sigri í næsta leik. Víkingsliðin eru með besta markahlutfallið í sínum riðlum en þar munar ekki miklu.

Glæsilegur Víkingsdagur í Mosfellsbæ í dag, til hamingju strákar og áfram Víkingur í næstu leikjum!

IMG 6544


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

vikingarnir.blog.is

Frjálst og óháð blogg
Frjálst og óháð blogg
Mars 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband