Leita í fréttum mbl.is

Stigalausir Leiknismenn og þjálfarinn með rautt spjald

Víkingar áttu góðar stundir á heimavelli sínum í Fossvogi í dag þegar Leiknismenn komu í heimsókn til að spila A- og B-leiki í Íslandsmótinu. Víkingsliðin skiluðu öllum stigum úr viðureignunum heim í hús og styrktu þannig stöðu sína í toppbaráttunni í riðlum sínum.

A-leikurinn endaði 5-2 (staðan 4-0 í leikhléi). Ólafur Ægir skoraði úr aukaspyrnu strax á upphafsmínútunum, Robbi bætti marki við og Davíð Örn setti síðan tvö í röð fyrir hlé. Leiknismenn skoruðu fljótlega í síðari hálfleik og löguðu síðan stöðu sína enn frekar með marki úr vítaspyrnu. Lengra komust þeir ekki og Patrik kvaddi þá síðan með fimmta og síðasta markinu áður en yfir lauk.

Til tíðinda dró í síðari hálfleik þegar þjálfari Leiknis fór á límingunum og heimtaði að dómarinn vísaði markverði Víkings af velli fyrir brot. Dómarinn virti þá ósk að vettugi. Edspaðist þá þjálfarinn og spurði dómarann hvort hann væri þroskaheftur! Slíkur bjánagangur á auðvitað hvorki heima innan vallar né utan og dómarinn svaraði dómgreindarbrestinum snarlega með því að draga upp rauða spjaldið og reka þjálfarann af vettvangi.

B-leikurinn var sjötíu mínútna einstefnuakstur að Leiknismarkinu. Í hálfleik höfðu Víkingar skorað fimm mörk gegn engu og bættu svo fjórum við eftir hlé. Lokatölur því 9-0 og sá munur var síst of stór miðað við gang mála.

Viktor karlinn var í banastuði og skoraði fimm sinnum, það er að segja meira en helming Víkingsmarkanna! Siggi skoraði tvö, Agnar Darri eitt og Ólafur Andri eitt.

  • Nú sígur á síðari hluta Íslandsmótsins og liðin eiga þar einungis tvo leiki eftir. Á laugardaginn kemur, 23. ágúst fer A-liðið suður á Reykjanes og mætir liði Víðis/Reynis á Garðsvelli kl. 14:00. Síðasti leikurinn í mótinu er svo gegn Haukum í Víkinni kl. 17:00 miðvikudaginn 27. ágúst. Það verður rosaleg rimma enda Haukarnir efstir í riðlinum og hafa unnið alla leiki sína til þessa. Víkingar ætlar að setja skarð í þá gleði Hafnfirðinga í lokaviðureigninni.
  • B-liðið á líka síðasta leik Íslandsmótsins í Víkinni 27. ágúst, gegn Haukum kl. 18:30. Með sigri þar setja Víkingar Hafnfirðingana væntanlega örugglega aftur fyrir sig á stigatöflunni.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

vikingarnir.blog.is

Frjálst og óháð blogg
Frjálst og óháð blogg
Mars 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband