Leita í fréttum mbl.is

Úrslitastundin nálgast - fyrsti leikur kl. 16:30, ekki 17:00!

Bæði A- og B-lið Víkings taka þátt í úrslitarimmu Íslandsmóts 4. flokks núna í september. B-liðið lagði Fjölni frækilega á föstudaginn var á útivelli 2-4 og hirti þar með efsta sætið í riðlinum af Þrótti. Önnur B-lið í úrslitum eru Fjölnir, KR og Þór á Akureyri. Þessi lið takast á 12.-14. september.  B-lið Víkings og Þróttar enduðu jöfn að stigum í riðlinum en okkar menn höfðu efsta sætið á betra markahlutfalli. Í lokaleiknum gegn Fjölni skoraði Viktor í tvígang, Siggi skoraði einn og Röggi eitt.

Í úrslitum A-liða spila Víkingur, HK, Fjölnir og Hamar/Ægir úr Þorlákshöfn hér syðra um næstu helgi en Breiðablik, Völsungur, Haukar og Þór á Norðurlandi á sama tíma. Sigurvegar á hvorum stað mætast síðan í úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn föstudaginn 12. september.

Víkingar halda sig í Fossvogsdal í öllum leikjunum, tvisvar í eigin ranni en einu sinni hjá grönnunum Kópavogsmegin:

  • Víkingur-Ægir/Hamar: Víkin, föstudaginn 5. september kl. 16:30. Ath. breyttan leiktíma!!).
  • HK-Víkingur: Fagralundur, laugardaginn 6. september kl. 15:00.
  • Víkingur-Fjölnir: Víkin, sunnudaginn 7. september kl. 14:00.

 Í úrslitarimmu B-liða viku síðar eiga Víkingar líka tvo heimaleiki og einn leik í Grafarvogi:

  • Víkingur-KR: Víkin, föstudaginn 12. september kl. 17:00.
  • Fjölnir-Víkingur: Fjölnisvöllur, laugardaginn 13. september kl. 14:00.
  • Víkingur-Þór: Víkin, sunnudaginn 14. september kl. 12:00.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

vikingarnir.blog.is

Frjálst og óháð blogg
Frjálst og óháð blogg
Mars 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband