5.9.2008 | 18:22
Öruggur sigur á Ægi/Hamri
A-liðið sigraði Ægi/Hamar, sameiginlegt lið stráka úr Hveragerði og Þorlákshöfn, örugglega í fyrsta leik útslitarimmu Íslandsmótsins með fimm mörkum gegn tveimur á aðalvellinum í Víkinni. Í leikhléi var staðan 2-0 Víkingi í vil. Óli Pétur skoraði fyrsta markið eftir furðulegan og ótrúlegan vandræðagang og klúður í vörn andstæðinganna. Það gerðist strax á 7. mínútu. Undir lok fyrri hálfleiks bætti Aron Elís við flottu marki með skalla eftir klassafyrirgjöf Patriks. Aron bjó til annað mark í byrjun síðari hálfleiks þegar hann lék á hvern andstæðinginn á fætur öðrum og Davíð Örn rak svo endahnútinn. Davíð skoraði svo tvö mörk í viðbót í hálfleiknum og þar með voru Víkingsmörkin orðin alls fimm talsins. Ægir/Hamar lagaði stöðu sína á 41. mínútu síðari hálfleik og enn frekar á 56. mínútu þegar dæmt var víti á Víking og úr varð mark.
Víkingar höfðu undirtökin í þessum leik frá upphafi til enda og engin spurning hverjar lyktir yrðu. Mikilvægt er hins vegar að draga ekki ályktanir umfram tilefni af úrslitunum í dag því ætla má að Ægir/Hamar sé slakasta liðið í keppninni. HK og Fjölnir verða vafalaust mun erfiðari andstæðingar og Víkingar verða því að spila miklu betur í næstu leikjum til að eiga möguleika á að komast í sjálfan úrslitaleikinn á föstudaginn kemur.
- Leikur Víkings og HK verður í Fagralundi í Kópavogi á morgun, laugardag, kl. 15:00 og sá þriðji og síðasti í Víkinni gegn Fjölni á sunnudaginn kl. 14:00.
Áfram Víkingur!
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (17.3.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar