Leita í fréttum mbl.is

Tap fyrir HK og draumurinn (nánast) úti

HK sigraði Víking 2-1 í Fagralundi í dag í öðrum úrslitaleik Suðurlandsriðils A-liða 4. flokks. Í hálfleik var staðan 2-0 fyrir heimamenn. Fyrra Kópavogsmarkið kom strax í upphafi leiksins. HK lét háan bolta vaða á markið af löngu færi, boltinn lenti í slánni og datt niður í markteiginn þar sem HK-manni tókst að pota honum í markið. Línuvörður veifaði rangstöðu en dómari dæmdi markið gilt á þeirri forsendu að boltinn hefði snert liðsmann Víkings í þvögunni áður en HK kláraði dæmið. Undir lok hálfleiksins var dæmd vítaspyrna á Víking út á bakhrindingu þegar Kópavogsmenn tóku hornspyrnu og HK skoraði. Víkingar áttu mun meira í fyrri hálfleiknum en staðan í leikhléi gefur til kynna og í það minnsta tvö dauðafæri en það dugar skammt. Eftir hlé fékk var dæmd vítaspyrna á HK sem Robbi skoraði úr. Víkingur fékk síðan ótrúlegt færi til að jafna undir lokin en allt kom fyrir ekki og úrslitin voru ráðin. HK hafði áberandi meiri áhuga á að komast í úrslitaleikinn en Víkingar og þar lá munurinn á liðunum í dag. HK sigraði Fjölni í gær og á einungis eftir að afgreiða Ægi/Hamar á morgun til að leika til úrslita við sigurlið úr Norðurlandsriðlinum á föstudaginn kemur. Eftir úrslit dagsins er 99% líkur að HK fari með sigur af hólmi í Suðurlandsriðlinum.

IMG 6913


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

vikingarnir.blog.is

Frjálst og óháð blogg
Frjálst og óháð blogg
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband