Leita í fréttum mbl.is

Fjölnisdagur í Víkinni

Fjölnir kom, sá og sigraði í þriðja og síðasta síðasta undanúrslitaleik Íslandsmótsins í 4. flokki. Skemmst er frá því að segja að Víkingar sáu aldrei til sólar í leiknum og hið eina sem gladdi Víkingsaugað í stúkunni var fallegt mark Arnars Sölva um miðjan síðari hálfleik. Fjölnir skoraði í tvígang í fyrri hálfleik og átti auk þess skot í stöng. Fjölnir hóf síðari hálfleik með því að bæta við þriðja markinu og fjórða Fjölnismarkið blasti við á eftir miðjan hálfleikinn þegar gestirnir splundruðu Víkingsvörninni enn einu sinni og fengu allan heimsins tíma til að afhafna sig framan við mark heimamanna. Úrslitin því 1-4 og Fjölnir var mun nær því að auka við forystu sína en Víkingur að saxa á forskot gestanna.

Um næstu helgi bíður B-liðs Víkings að keppa til úrslita í Íslandsmótinu og vonandi mæta strákarnir þá til leiks með öðru hugarfari en einkenndi A-liðið í leikjum þess nú um helgina. Satt að segja væri verðugt rannsóknarefni að finna hvað varð af kraftinum og baráttuandanum sem skein af A-liðinu á ReyCup í sumar!

Úrslitaleikir B-liðsins:

  • Víkingur-KR: Víkin, föstudaginn 12. september kl. 17:00.
  • Fjölnir-Víkingur: Fjölnisvöllur, laugardaginn 13. september kl. 14:00.
  • Víkingur-Þór: Víkin, sunnudaginn 14. september kl. 14:00.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

vikingarnir.blog.is

Frjálst og óháð blogg
Frjálst og óháð blogg
Mars 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband