12.9.2008 | 19:46
KR lagt í fyrsta B-úrslitaleiknum
B-lið Víkings hefur lagt fyrsta áfangann af þremur að baki í átt að Íslandsbikarnum. Það vann KR í Víkinni í dag með tveimur mörkum gegn engu. Andstæðingur morgundagsins er Fjölnir á heimavelli sínum í Grafarvogi og á sunnudaginn er þriðji og síðasti hjallinn á leið að markmiðinu, leikur við Þór frá Akureyri í Víkinni. Ef við hugsum okkur að Íslandsbikarinn bíði okkar á Akureyri náum við til hans í þremur áföngum núna um helgina. Við komust í Bifröst í Borgarfirði með sigri á KR-ingum í dag og náum á Blönduós með því að leggja Fjölni á morgun. Svo er síðasti áfanginn að sjálfsögðu sigur á Þórsurum á sunnudag og ná komumst við til Akureyrar til að hirða dolluna. En það er auðvitað meira en orðin tóm að ná alla leið. Leikurinn við KR sýndi hins vegar að hugur er í Víkingum að standa sig í stykkinu í úrslitahrinu Íslandsmótsins. Þeir ætla því að mæta til leiks í Grafarvog enn grimmari og einbeittari en KR-ingar fengu að kynnast í dag.
Bæði Víkingsmörkin í KR-leiknum komu í fyrri hálfleik. Viktor skoraði snemma leiks og þegar vel var liðið á hálfleikinn bætti Siggi öðru marki við. Hann fylgdi vel eftir í Víkingssókn og afgreiddi bolta sem þvældist umkomulaus í markteignum í þófi manna á milli. Í millitíðinni voru Víkingar hundheppnir að fá ekki á sig jöfnunarmark. KR-ingar skutu þá í stöng og Víkingum tókst að hreinsa frá.
KR skoraði eina markið í seinni hálfleik og náði að minnka muninn. Eftir það magnaðist spenna í átökunum. Bæði lið fengu færi til að skora, einkum þó Víkingar sem voru mun ágengari en andstæðingarnir en uppskáru samt ekki fleiri mörk.
- Leikur Víkings við Fjölni hefst á Fjölnisvelli kl. 14:00 á morgun, laugardag. Áfram Víkingur!
- Til fróðleiks:
- Fjölnir burstaði Þór 7-0 í úrslitum B-liða í dag á sama tíma og Víkingur vann KR.
- Fjölnir var efstur í A-riðli B-liða í sumar með 21 stig og 44 mörk í plús í 9 leikjum.
- KR var í 2. sæti í A-riðli B-liða með 20 stig og 40 mörk í plús í 9 leikjum.
- KR vann Fjölni 3-1 (1-0) í innbyrðis viðureign tveggja efstu liða A-riðils B-liða í sumar.
- Þór á Akureyri sigraði í E-riðli B-liða með 20 stig og 20 mörk í plús í 8 leikjum.
- Víkingur sigraði í B-riðli B-liða með 22 stig og 48 mörk í plús í 8 leikjum.
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.3.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar