Leita í fréttum mbl.is

Fjölnir með bikarinn innan seilingar

Fjölnir fór langleiðina með að tryggja sér Íslandsbikar B-liða í 4. flokki með því að sigra Víking með fimm mörkum gegn þremur í Grafarvogi í dag. Í hálfleik var jafnt á komið með liðunum, 2-2. Fjölnir komst yfir snemma leiks með marki beint út aukaspyrnu. Víkingar voru í önnum við að stilla upp varnarvegg þegar dómarinn flautaði og Fjölnismaður þrumaði í netið án þess að Víkingar fengu rönd við reist. Víkingar jafnaði stundarkorni síðar með marki af ódýrari gerðinni. Saklaus bolti rúllaði frá Sigga að Fjölnismarkinu og markvörður hugðist hreinsa frá en hitti ekki og þurfti að horfa á eftir tuðrunni skoppa yfir marklínuna. Fjölnir komst yfir á nýjan leik nokkru síðar en Viktor jafnaði með glæsilegu skoti af löngu færi í blálok hálfleiksins.

Viktor kom aftur við sögu í byrjun síðari hálfleiks þegar hann skoraði eftir sendingu frá Óla og fínt samspil Víkings upp völlinn. Gleðin var hins vegar skammvinn því rétt eftir þetta komst Fjölnismaður einn í gegn, Halldór Víkingsmarkmaður kastaði sér fyrir fætur hans og fékk dæmt á sig víti. Fjölnir  jafnaði í 3-3 úr vítaspyrnunni. Eftir þetta var eins og slokknaði á Víkingsliðinu og Fjölnir gekk á lagið, splundraði vörninni aftur og aftur og uppskar tvö mörk til viðbótar. Niðurstaðan því 5-3 fyrir Fjölni og sanngjarn sigur þegar á heildina er litið.

Víkingar léku undan vindi í fyrri hálfleik en notfærðu sér ekki þá stöðu sem skyldi. Fremstu menn léku of aftarlega og náðu lítið að nýta sér sendingar fram á völlinn. Fjölnismenn voru hins vegar mun glúrnari við að nýta sér meðvindinn í síðari hálfleik. Fjölnir var þar að auki einfaldlega sprækari en Víkingur í síðari hálfleik og uppskar í samræmi við það.

Konráð Logi var borinn af leikvelli í síðari hálfleik og er væntanlega til skoðunar og meðferðar á slysadeild þegar þetta er skrifað. Hann varð fyrir grófri árás Fjölnismanns alveg út við hliðarlínu á miðjum vellinum. Hvorki dómari né línuvörður sáu hins vegar atvikið og árásarmaðurinn rölti því óáreittur og ligeglad inn á völlinn aftur á meðan stumrað var yfir Konna. Verulega ljótt brot og árásarmanninum til vansæmdar.

  • Síðasti leikur Víkings í úrslitahrinunni er við Þór frá Akureyri í Víkinni kl. 12:00 á morgun, sunnudag. Þór og tapaði fyrir Fjölni í gær 0-7 og gerði jafntefli við KR í dag 1-1.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

vikingarnir.blog.is

Frjálst og óháð blogg
Frjálst og óháð blogg
Mars 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband