14.9.2008 | 14:06
B-liðið með silfur á Íslandsmótinu
Fjölnir fagnaði Íslandsmeistaratitli B-liða 4. flokks eftir að hafa lagt KR 1-4 í Frostaskjóli í dag. Á sama tíma sigruðu Víkingar Þór frá Akureyri örugglega 6-0 í Víkinni og uppskáru silfurverðlaun á Íslandsmótinu frá fulltrúa KSÍ að leik loknum. Til hamingju með daginn, strákar!
Víkingar sýndu Akureyringum mikla gestrisni í dag. Heimamenn réðu lögum og lofum á vellinum frá upphafi til enda, óðu í færum en skoruðu samt ,,aðeins" sex mörk.
Viktor og Siggi skoruðu í fyrri hálfleik sitt markið hvor, Viktor bætti við þriðja markinu fljótlega eftir hlé, síðan skoruðu Þórsarar glæsilegt sjálfsmark, þá kom mark dagsins frá Rögga: þrumuskot langt utan af velli sem markvörður Þórs átti ekki möguleika verja og Ólafur Andri átti svo sjötta og síðasta Víkingsmarkið.
Úrslitakeppnin varð uppgjör Fjölnis og Víkings, hvorki KR né Þór áttu þar möguleika á að nálgast toppinn. Úrslit réðust því í raun í gær, í leik Fjölnis og Víkings í Grafarvogi og þar höfðu heimamenn betur, 5-3.
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.3.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar