Leita í fréttum mbl.is

Silfurborgaraveisla við Steinagerði

Strákarnir í B-liðinu fögnuðu silfrinu á Íslandsmótinu í mikilli veislu sem Guðrún, Bjartmar og Konráð Logi buðu til í Steinagerðinu í gærkvöld. Grillaðir voru hamborgarar eins og hver gat í sig látið með öllu tilheyrandi og horfðu menn á bíómynd. Húsráðendur bættu svo enn um betur með dýrindins súkkulaðikökum og rjóma í lokin.

Guðmundur Hjaltason mætti í garðinn að góðra granna sið og ávann sér seturétt í hófinu með því að færa grillmeisturum og veisluhöldurum rautt í glas. Og granninn góði leysti að auki Viggó út með flösku af freyðandi góðmeti í viðurkenningarskyni fyrir gustukaverk sín í 4. flokki.

Veislan var afar velheppnuð og húsráðendum í Steinagerði til mikils sóma. Ljómandi góður og viðeigandi endir á góðum degi.

Einhvern næstu daga lýkur sparktíðinni formlega með samkomu 4. flokks í Víkinni og síðan tekur við þriðja flokks tilvera með nýjum þjálfara, hver svo sem það verður. Legið hefur í loftinu um skeið að Björn Bjartmarz myndi þjálfa áfram 3. flokk karla en um helgina spurðist út að hann færi upp í 2. flokk. Fyrir lægi því að fylla þjálfaraskarð í 3. flokki.

IMG 7301


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

vikingarnir.blog.is

Frjálst og óháð blogg
Frjálst og óháð blogg
Mars 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband