Leita í fréttum mbl.is

Viggó Briem kvaddur með virktum

Viggó Davíð Briem, þjálfari 4. flokks Víkings 2007 og 2008, var kvaddur með tárum og trega á samkomu í Víkinni í kvöld. Þangað fjölmenntu iðkendur og foreldrar til að þakka honum frábært samstarf og samveru innan og utan vallar.

Viggó hefur verið ráðinn þjálfari hjá FH í Hafnarfirði. Honum fylgja innilegar óskir um farsæld og frama í Kaplakrika - í von um að við fáum að sjá hann sem fyrst aftur ,,heima" í Víkinni!

Þjálfarar koma og fara en þessi vistaskipti Viggós marka vissulega ákveðin kaflaskil hjá Víkingi. Hann 26 ára gamall,  fæddur og uppalinn Víkingur og hefur verið viðloðandi þjálfun hjá félaginu í 13 ár - helming ævi sinnar! Þannig hefur kappinn snuddað í kringum strákana í 1994-árgangnum í átta ár, þar af tvö hin síðustu sem aðalþjálfari þeirra.

Viggó er drengur góður og vinsæll eftir því. Hann var leystur út með gjöfum, hlýjum orðum og faðmlögum á kveðjusamkomunni.

Bjartmar Bjarnason, drifkraftur í foreldraráði 4. flokks af hálfu foreldra strákanna úr '94-árgangnum, hafði frumkvæði að samkomunnni í kvöld og verðskuldar miklar þakkir fyrir það og starf sitt yfirleitt í þágu 4. flokks. Bjartmar tilkynnti í kvöld að hann gæfi ekki kost á sér til setu í foreldraráði á næsta tímabili.

Strákarnir úr 1994-árgangi flytjast nú upp í 3. flokk en 1995-strákarnir verða í ,,eldri deild" flokksins og upp í 4. flokk kemur stór árgangur stráka úr 1996-árgangnum. 

Munnmælasögur ganga um að ráðinn hafi verið þjálfari fyrir 4. flokk en það fæst ekki staðfest á æðri stöðum. Þjálfaralaust er enn í 3. flokki, eftir því sem næst verður komist.

Kveðjusamkoman

Systa afhenti Viggó körfu með ýmsu fínerí frá foreldrum og iðkendum. Hér eru þau með strákunum úr 4. flokki sem mættu á samkomuna í kvöld.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

vikingarnir.blog.is

Frjálst og óháð blogg
Frjálst og óháð blogg
Mars 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband