6.10.2008 | 10:51
Æfing á Fylkisvelli og haustmót framundan
Strákar í 1994-árgangi 3. flokks eru hér með boðaðir á æfingu á Fylkisvöll á miðvikudaginn kemur, 8. október, kl. 18:30-20:00. Nýr þjálfari flokksins er enn ófundinn og því vitað mál að sá mun ekki stjórna æfingunni. Í loftinu liggur hins vegar að Sindri Guðmundsson verði aðstoðarþjálfari 3. flokks og hugsanlega stjórnar hann æfingunni. Augljóst er að einhver skörð verða í hópi '94-árgangsins á æfingunni vegna skólaferðar Réttarholtsskóla.
Haustmót KSÍ hefst svo um næstu helgi og fyrstu verkefni 3. flokks eru leikir við Fylki og KR á laugardag og sunnudag, 11. og 12. október.
- A-lið Fylkis og Víkings spila á Fylkisvelli laugardaginn 11. október kl. 13:00.
- B-lið KR og B1-lið Víkings spila á Fylkisvelli laugardaginn 11. október kl. 14.30.
- B2-lið KR og Víkings í Frostaskjóli sunnudaginn 12. október 14:00.
PS.:
- Veðráttan þessa dagana ógnar því mjög að hægt sé að ljúka framkvæmdum við gervigrasvöllinn í Víkinni eins og að var stefnt. Eftir er tíu daga vinna við að leggja heitavatnsleiðslur í völlinn, fylla, jafna sandi yfir þær og malbika rönd meðfram fellinu. Eftir þetta verður hægt að leggja sjálft gervigrasið og setja síðan upp bráðabirgðagirðingu allt um kring. Ljóst er því að tímakorn er þangað til hægt verður að spila á nýja vellinum í Víkininni, þó svo veðrið leiki við okkur næstu daga og vikur. Ef við fáum hins vegar kuldakast tefst verkið óhjákvæmilega.
- Fréttir af vettvangi 4. flokks drengja: Þar hefur verið ráðinn þjálfari, Milos Milojevic, 26 ára Fossvogsbúi og íþróttafræðingur frá Serbíu. Hefur dvalið hérlendis í tvö ár. Þetta er annar Milos en sá er spilar með með meistaraflokki Víkings! Svo það sé á hreinu: Þetta er sjálfari fjórða flokks! Þriðji flokkur er áfram þjálfralaus.
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.3.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar