22.10.2008 | 13:44
Heyri úr mörgum áttum að hópurinn sé fínn
,,Þetta var orðað fyrst við mig fyrir hálfum mánuði og er nú frágengið. Ég þekki þessa stráka lítið nema af orðsporinu og það er gott. Eftir því sem ég heyri frá kennara í Réttó og þjálfurum Víkings er þetta fínn hópur!" segir Gunnar Örn Gunnarsson, nýráðinn þjálfari 3. flokks. Hann bætir við að næst á dagskrá sé að hitta Óla íþróttastjóra í Víkinni síðar í dag og fara yfir starfið framundan. Sjálft verkefnið með drengjunum hefst um mánaðarmótin.
Gunnar Örn er uppalinn Víkingur og hefur spilað þar og þjálfað stærstan hluta ferils síns í fótboltanum, aðallega í 6., 7. og 2. flokki á árum áður en einnig þjálfaði hann meistaraflokk félagsins 1996-'97. Hann kenndi í Réttó í mörg ár, starfar nú sem framkvæmdastjóri Sjúkraliðafélags Íslands og stundar reyndar líka nám í stjórnunarfræði í Háskóla Íslands.
Gunnar Örn dvaldi í eitt ár í Danmörku til framhaldsnáms í knattspyrnuþjálfun, ,,áður en Íslendingar misstu mannorðið erlendis!" Hann var aðstoðarþjálfari meistaraflokks Víkings í tíð Jespers Tollefsens og hugsanlegt er að hann aðstoði líka nýja meistaraflokksþjálfann, Leif Garðarsson, á komandi keppnistímabili. Það er samt ófrágengið.
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.3.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar