Leita í fréttum mbl.is

Gott gengi á jólamótinu - endurunnin frétt!

Víkingar stóðu sig umtalsvert betur á jólamóti Knattspyrnuráðs Reykjavíkur 29. desember en greint var frá hér á síðunni. Umsjónarmanni tókst að snúa við úrslitum í KR-leik B-liðsins og munar um minna ef fullyrt er að Víkingar hafi skíttapað fyrir KR 0-5 þegar staðreyndin er sú að Víkingar yfirspiluðu KR og unnu 5-0! Leiðrétting á þessu meira en réttlætir þá breytingu á fyrirsögn fréttarinnar að þokkalegt gengi verði gott gengi. Uppskera Víkings varð því eftirfarandi:

  1. Sex leikjum af tólf lyktaði með Víkingssigri, þremur með jafntefli og þremur með tapi.
  2. Víkingar skoruðu átján mörk en fengu á sig sjö.
  3. A- og C-liðin sigruðu í tveimur leikjum og gerðu jafntefli í þriðja leiknum.
  4. C-liðið skoraði sjö sinnum án þess að fá á sig mark en A-liðið skoraði þrjú mörk gegn engu.

Víkingar sendu fjögur lið til keppni í jólamótinu. Mannskapur var til í fleiri lið en aðeins fékkst leyfi til að skrá fjögur lið til keppni.  Víkingur annaðist mótsstjórn fyrri hluta dagsins, frá mótsbyrjun kl. 9:00 til 14:30, lagði til dómara og skrá úrslit.

Engir úrslitaleikir voru í mótinu og ekkert lið stóð því uppi sem sigurvegari í lokin. Þetta er meira hugsað sem jólasprikl fyrir iðkendur í jólaleyfinu miðju. Hvert Víkingslið spilaði þrisvar sinnum og þannig voru alls tólf leikir í mótinu þar sem Víkingar öttu kappi við andstæðinga sína.

Kári markvörður Sveinsson var tvímælalaust Víkingur dagsins í Egilshöll. Forföll annarra markvarða í flokknum urðu til þess að hann varði mark Víkinga í níu leikjum af tólf í mótinu! Ekki nóg með það því drengur var í hvínandi stuði. Hann varði hvað eftir annað eins og berserkur og lokaði markinu fyrir ágengum sóknarmönnum úr röðum andstæðinga. Úrslitin urðu annars eftirfarandi:

A-liðið (hópur 1):

  • Fjölnir-Víkingur 0-1
  • Víkingur-Fylkir 2-0
  • KR-Víkingur 0-0

B-liðið (hópur 2):

  • Fjölnir-Víkingur 1-1
  • Víkingur-Fylkir 0-1
  • KR-Víkingur 0-5

C-liðið (hópur 3):

  • Fjölnir-Víkingur 0-0
  • Víkingur-Fylkir 5-0
  • KR-Víkingur 0-2

D-liðið (hópur 4):

  • Fjölnir-Víkingur 0-1
  • Víkingur-Fylkir 1-2
  • KR-Víkingur 3-0

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

vikingarnir.blog.is

Frjálst og óháð blogg
Frjálst og óháð blogg
Mars 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband