Leita í fréttum mbl.is

Sigurvegarar í dósasöfnuninni!

Þriðji flokkur í knattspyrnu drengja var með yfirburðamætingu í dósasöfnun Víkings um síðustu helgi og vann til verðlauna! Barna- og unglingaráð félagsins hétu því að veita þeim viðurkenningu sem skiluðu sér best til starfa við að flokka og telja dósir og flöskur í Víkinni í söfnunni, sem reyndist skila metárangri (39.000 dósir og flöskur komu í hús!). Níu af hverjum tíu strákum í 3. flokki mættu til leiks, sem var afgerandi besta mætingin í öllum yngri flokkum handbolta og fótbolta. Hjá stelpunum var besta mætingin í 6. flokki fótboltans, 75%.

Flogið hefur fyrir að sigurvegurunum í dósasöfnuninni verði haldin pizzuveisla í Víkinni þegar Inter og Manchester United keppa í Meistaradeild Evrópu seint í febrúar. Þar mætast stálin stinn, knattspyrnustjórarnir og vinirnir sir Alex og Jose Mourinho með lærisveina sína. Mourinho skrapp til Manchester á dögunum til að heilsa upp á sir Alex og fylgjast með United niðurlækja Chelsea á Old Trafford. Svo er spurningin hvor þeirra félaga brosir breitt að lokinni síðari viðureign Inter og United í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar í mars....? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

vikingarnir.blog.is

Frjálst og óháð blogg
Frjálst og óháð blogg
Mars 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband