20.1.2009 | 21:17
Fjáröflunarátak sveifað í gang
Fjáröflunarátak 3. flokks er hafið og látið nú hendur standa fram úr ermum að afla viðskipta til ágóða fyrir ykkur og flokkssjóðinn! Við þurfum að eiga eitthvað í sjóði, meðal annars til að standa straum af keppnisferðum eða öðru sem kallar á útgjöld á árinu. Seljendur varningsins fá ágóðann á eigin reikning í vörslu gjaldkera flokksráðs.
Strákarnir fá innkaupalista og þar er að finna salernispappír, eldhúsrúllur, þvottaefni og ruslapoka í rúllum.
Birna Hugrún annast sölu- og markaðsmál átaksins. Innkaupalistann getið þið hlaðið niður af Víkingssíðunni og prentað út.
Listanum eigið þið skila að skila til Birnu í tölvupósti í síðasta lagi föstudaginn 30. janúar.
Vörurnar verða afhentar í Víkinni þriðjudaginn 3. febrúar kl. 17:00-19:00.
Birna Hugrún - tölvupóstfang : birnahugrun@gmail.com
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.3.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar