24.1.2009 | 18:53
ÍR-ingar lagðir í tvígang á heimavelli
Víkingar sigruðu ÍR-inga í báðum æfingaleikjunum sem stofnað var til á gervigrasvelli ÍR í dag. Leik A-liðanna lyktaði með einu marki heimamann gegn fjórum mörkum gestanna og B-leiknum lyktaði með tveimur mörkum gegn þremur.
Víkingar voru lengi að komast í gang í A-leiknum og í leikhléi var staðan 1-0 fyrir ÍR. Eftir hlé fékk dæmdi þjálfari ÍR, dómari leiksins, vítaspyrnu á lærisveina sína. Óli Pétur þakkaði fyrir með því að skora og jafna. Þar með komust Víkingar á beinu brautina og röðuðu inn mörkum. Einar Sig. kom sínum mönnum yfir, svo kom klassísk langskotsbomba frá Viktori Jóns yngri sem söng í netinu og Óli Ægir skoraði svo fjórða markið beint út aukaspyrnu.
Víkingar reyndu að létta ÍR lífið í B-leiknum með sjálfsmarki en lengra gengu þeir ekki í góðmennsku sinni. Fjölnir skoraði fyrsta markið, Haukur Jóns annað og Agnar Darri það . ÍR-ingar skoruðu einu sinni og leikurinn fór sem sagt 2-3 fyrir Víking.
Aðstæður voriu frekar erfiðar á ÍR-vell, bálhvasst en þurrt að mestu.
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.3.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Íþróttir
- Aldís í stóru hlutverki
- Jón fékk langþráð tækifæri
- Arsenal - Chelsea, staðan er 1:0
- Enn einn sigurinn hjá Jóni Axel
- Náðu í stig gegn stórliðinu
- Mun ekki syngja þjóðsönginn í fyrstu leikjunum
- Hilmar varð þrettándi á Kýpur
- Laglegt sigurmark Stefáns (myndskeið)
- Lærimeistarinn hafði betur gegn nemandanum
- Slot ákveðinn að vinna titla frá fyrsta degi