15.3.2009 | 17:39
Aron Elís sökkti KR-ingum
Uppskeran á gervigrasinu í Frostaskjóli var tap A-liðsins og sigur B-liðsins í viðureignum dagsins við KR-inga í Reykjavíkurmótinu.
Jafnræði var með A-liðunum og jafntefli hefði þar verið sanngjörn úrslit miðað við gang leiksins. Dómarinn færði hins vegar Vesturbæingum sigurinn á silfurfati með því að gefa þeim aukaspyrnu. Boltinn lenti í varnarmanni Víkings, í handlegg niður með síðunni og út á það gaf dómarinn KR víti sem úr varð sigurmarkið. Úrslitin því 1-0. Þessi leikur verður annars minnisstæður um stund vegna hegðunar leikmanns númer átta í KR-liðinu. Orðbragð og látbragð hanser sem betur fer sjaldgæfur kostur og undarlegt að þjálfari skuli ekki grípa í taumana.
B-liðið okkar fékk á sig mark strax á upphafsmínútunum og var nokkuð vankað næstu mínúturnar þar á eftir. Síðan tók það leikinn að mestu í sínar hendur og sótti býsna stíft en það sem upp á vantaði var að skora! Staðan í hálfleik var sem sagt 1-0 fyrir KR og eftir hlé sóttu Víkingar áfram af krafti. Mark lá í loftinu og það var Viktor Jónsson yngri sem var réttur maður á réttum stað í teignum þegar boltinn rann fyrir fætur honum og drengur mokaði tuðrunni í netið. Nokkru síðar af Jón Reyr felldur í vítateig KR og dómarinn dæmdi umsvifalaust víti. Aron Elís skoraði örugglega og kom Víkingum yfir. Gamlir taktar tóku sig síðan upp á Aroni. Hann skoraði þriðja mark Víkings strax eftir vítið og fullkomnaði þrennuna þegar langt var liðið á leikinn.
Úrslitin urðu 1-4 fyrir Víking og markatalan segir aðeins hálfa söguna um gang mála á vellinum, Víkingssigurinn hefði klárlega getið verið stærri. Strákarnir unnu mjög vel og héldu KR-ingum í skefjum. B-liðið hefur þar með sigrað í þremur fyrstu leikjunum í Reykjavíkurmótinu og er í toppbaráttunni í sínum riðli.
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.3.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar