5.4.2009 | 15:59
Valsarar sendir heim sigraðir
Strákarnir í A-liði Víkings hirtu öll stigin sem í boði voru í leiknum við Val í Reykjavíkurmótinu í dag. Víkingarnir gerðu sér þetta erfiðara en efni stóðu til framan af og fóru illa með tvö dauðafæri í fyrri hálfleik. Að sama skapi klúðruðu eina færinu sem þeir fengu í fyrri hálfleik. Hálfleikurinn var annars tíðindalítill og þófkenndur en þegar einungis ein mínúta var til hlés skoraði Davíð Örn laglegt mark staðan því 0-1 fyrir Víking í hálfleik. Liðnar voru 5 mínútur af seinni hálfleik þegar Hrafnkell skallaði glæsilega í netið, Davíð Örn bætti þriðja markinu við á 33. mínútu síðari hálfleiks og Einar Sig skoraði fjórða og síðasta mark leiksins tveimur mínútum síðar. Úrslitin voru því 0-4 og Víkingar hefðu reyndar getað gert enn betur því þeir klúðruðu einum þremur dauðafærum í seinni hálfleiiknum.
Víkingsliðið vann vel í þessum leik og uppskar í samræmi við það. Öll mörkin voru flott og sérstaklega ber að nefna seinna markið sem Davíð Örn skoraði með skalla. Það var ekkert minna en stórglæsilegt og hefði verið endursýnt að minnsta kosti fimm sinnum á Sky Sport. Vandinn var bara sá að Sky Sport var ekki á vettvangi til að koma þessum tilþrifum Davíðs á spjöld sögunnar.
- Æfingar verða eins og venjulega í kvöld (sunnudag) í Víkinni og á morgun. Þeir sem spiluðu við Val í dag mæta í kvöld ef þeir hafa þrek og nennu til.
- Gunnar Örn gerir sömuleiðis ráð fyrir æfingu á miðvikudaginn fyrir páska en í loftinu liggur að hún verði fyrr en venjulega af því páskar eru að bresta á. Nákvæm tímasetning verður birt hér á síðunni þegar boð berast frá þjálfaranum.
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.3.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar