16.4.2009 | 22:43
Leikjum við Fjölni flýtt til föstudagskvölds
A- og B-liðin spila við Fjölni í Reykjavíkurmótinu í Egilshöll annað kvöld, föstudag 17. apríl. Athugið breyttan stað og stund því á heimasíðu KSÍ eru leikirnir skráðir á Fjölnisvelli á sunnudaginn kemur en Fjölnismenn óskuðu eftir að leikjunum yrði flýtt og það varð úr.
- A-liðið mætir í Egilshöll kl. 18:00 og leikur þess hefst kl. 19:00.
- B-liðið mætir í Egilshöll kl. 19:30 og leikur þess hefst kl. 20:30.
Fjölnisliðin eru efst á stigatöflum beggja riðla en þar er samt ekki allt sem sýnist, einkum varðandi B-riðilinn.
Í A-riðli hefur Fjölnir 12 stig á toppnum eftir fimm leiki en Vikingur hefur 4 stig eftir fjóra leiki.
Í B-riðli hefur Fjölnir 11 stig á toppnum að loknum fimm leikjum, Þróttur kemur næstur með 10 stig að loknum fjórum leikjum og Víkingur er með 9 stig að loknum þremur leikjum. Víkingar eru með öðrum orðum með fullt hús stiga og geta að sjálfsögðu styrkt stöðu sína í toppbaráttunni með því að góðum úrsllitum gegn Fjölni.
Áfram Víkingar!
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.3.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar