Leita í fréttum mbl.is

Meiri þróttur í Þrótti

Þróttur stóð undir nafni gegn B2-liði Víkings í Laugardalnum í gærkvöld. Heimamenn voru áberandi þróttmeiri á vellinum, einkum þó í síðari hálfleik og uppskáru 3-1 sigur. Markalaust var í leikhléi og síðari hálfleikur lofaði góðu framan af. Víkingur fékk dæmda vítaspyrnu sem Davíð Örn skoraði örugglega úr.

Eftir markið var eins og Víkingar teldu björninn unninn og slökuðu á með sterkan vind í bakið. Þróttarar keyrðu hins vegar upp hraða gegn rokinu og fóru að gera hættulegar atlögur að Víkingsmarkinu. Þegar hálfleikurinn var nákvæmlega hálfnaður jafnaði Þróttur og skömmu síðar munaði minnstu að heimaliðið kæmist yfir þegar Þróttari skallaði á markið eftir þversendingu utan af kanti. Víkingar vörðust í það sinnið en fengu litlu síðar á sig skallamark eftir nákvæmlega sömu uppskrift. Þriðja markinu bætti Þróttur svo við þegar um ein mínúta lifði af leiknum.  Úrslitin þar með ráðin og þau voru í samræmi við gang mála á vellinum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

vikingarnir.blog.is

Frjálst og óháð blogg
Frjálst og óháð blogg
Mars 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband