Leita í fréttum mbl.is

Þróttarar lagðir í tvígang í Egilshöll

A- og B-liðin hirtu öll stigin sem í boði voru í leikjunum við Þrótt á Reykjavíkurmótinu í dag en þurftu að hafa umtalsvert fyrir því, einkum í A-leiknum. Víkingar komust þar yfir fljótlega í fyrrihálfleik með góðu marki Patriks eftir góða sendingu frá Robba. Þróttarar jöfnuðu nokkru síðar eftir að Kári varði aukaspyrnu og sló boltann út í teig en Þróttari sem þar var fyrir náði að skalla í netið. Þróttari fékk síðan dauðafæri fyrir hlé en skaut yfir. Eftir hlé skoraði Röggi laglega eftir hornspyrnu Patriks og Robbi átti síðan þátt í þriðja Víkingsmarkinu með sendingu sem Davíð Örn afgreiddi í Þróttarmarkið. í millitíðinni hafði Kári reyndar komið í veg fyrir jöfnunarmark Þróttar með því að verja með stæl  firnafast skot úr aukaspyrnu. Víkingur fékk tækifæri til að komast í 4-1 þegar dæmd var vítaspyrna á Þrótt en markvörðurinn varði spyrnu Robba. Til tíðinda dró síðan þegar Þróttari braut á Víkingi og fékk gult spjald fyrir. Það var hann ósáttur við og missti vald á talfærum sínum. Dómarinn kunni ekki að meta kjaftháttinn og sendi strák af velli með annað gult og þar með rautt. Einum færri náðu Þróttarar svo að minnka muninn í 3-2 með marki sem skrifast á mistök og kæruleysi Víkingsvarnarinnar. Þar með var leikurinn blásinn af og þrjú stig í húsi hjá Víkingi.

Víkingar höfðu undirtökin frá upphafi til enda í B-leiknum. Haukur Jóns skoraði glæsilegt mark af löngu færi rétt fyrir miðjan fyrri hálfleik og þegar átta mínútur voru liðnar af þeim síðari skallaði Ólafur Andri boltann í netið. Nokkrum mínútum síðar skoraði Óli Pétur eftir góðan undirbúning Hauks og þá voru úrslitin í raun ráðin. Þróttarar náðu samt að klóra í bakkann með marki á 68. mínútu og úrslitin urðu 3-1. Sá munur hefði með smáheppni getað orðið meiri því Víkingar fengu dauðafæri í báðum hálfleikjum en skutu fram hjá eða yfir. Eina færi Þróttar í öllum leiknum var hins vegar þegar þeir skoruðu.

Síðasti leikur dagsins var viðureign  Víkings B2 og Fjölnis í Egilshöll. Þar lentu okkar menn undir í fyrri hálfleik og staðan var 0-1 fyrir Fjölni í hléi en okkar menn allt eins líklegir til að bíta frá sér í framhaldinu. Í síðari hálfleik seig hins vegar á ógæfuhliðina og Fjölnismenn bættu við þremur mörkum áður en yfir lauk. Útslitin því 0-4 og gangur leiksins á margan hátt svipaður því og gerðist gegn Þrótti í Laugardal um fyrri helgi.

A-liðið er einhvers staðar um miðbik riðilsins, staðan skýrist þegar úrslit úr leikjum umferðarinnar hafa verið færð inn á KSÍ-síðuna. Fyrir leikinn í dag var Þróttur í efsta sæti í B-riðli en Víkingar eru komnir með jafnmörg stig og Þróttarar með sigrinum í dag og eiga leik til góða - innbyrðis leik Víkingsliðanna tveggja. Víkingur B2 eru því miður áfram án stiga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

vikingarnir.blog.is

Frjálst og óháð blogg
Frjálst og óháð blogg
Mars 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband