11.5.2009 | 20:43
Foreldrafundur & ferð á Snæfellsnes
Flokksráð 3. flokks boðar til foreldrafundar í Víkinni á miðvikudaginn kemur, 13. maí, kl. 18:00. Megintilefnið er fyrirhuguð vor- og æfingaferð strákanna til Ólafsvíkur um næstu helgi. Ætlunin er að þeir fari vestur í rútu undir kvöld á föstudag, gisti í grunnskólanum í Ólafsvík í tvær nætur og komi heim á sunnudag. Þjálfarar verða með í för og liðsstjórar úr hópi foreldra líka sjálfb oðaliðar óskast!
Við gerum ráð fyrir æfingum vestra og leik eða leikjum við heimamenn. Svo verður væntanlega farið í sund og fleira sér til gamans gert að ógleymdu Evrópusöngvakvöldinu á laugardaginn sem við gerum að sjálfsögðu ráð fyrir að strákarnir muni geta fylgst með.
Áætlaður kostnaður á mann er 10.000 krónur, innifalið er fargjald með rútunni og matur. Margir eiga fyrir ferðinni í sjóði að nokkru eða jafnvel öllu leyti. Nánar um fyrirkomulagið á foreldrafundinum og í framhaldi af honum.
Fyrirvari þessarar ferðar er vissulega skammur en ástæðan er sú að það blasti við fyrirvaralítið að unnt yrði að færa leiki í Reykjavíkurmótinu um næstu helgi og gera ferðina þannig mögulega yfirleitt.
Á foreldrafundinum gefst sömuleiðis tóm til að spjalla um sparktíð sumarsins: Íslandsmótið og ReyCup. Þetta verður stuttur og snaggaralegur fundur í það minnsta er það meiningin að teygja ekki lopann heldur afgreiða dagskrármálin meira en góðu hófi gegnir!
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.3.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar