11.5.2009 | 21:17
Örlagaleikur B-liðsins við KR
B-liðið getur gert út um Reykjavíkurmótið í sínum riðli á ÍR-vellinum annað kvöld, þriðjudaginn 12. maí, kl. 19:00. Liðið mætir þá KR2 og setur að sjálfsögðu stefnuna á að ná öllum þremur stigunum í hús. Það dugar....
Á fimmtudaginn kemur, 14. maí, mætir A-liðið efsta liðinu í sínum riðli, Fram, á Framvellinum kl. 20:30. Víkingarnir gerðu það gott gegn Leikni/KB í A-riðli og sigruðu með einu marki gegn engu síðastliðið föstudagskvöld, 8. maí. Davíð Örn skoraði þegar skammt var til leiksloka. Nú er um að gera að fylgja sætum sigri eftir með því að klóra Fram duglega á fimmtudagskvöldið!
B2-lið Víkings tapaði fyrir Fylki í Árbæ í kvöld í Reykjavíkurmótinu 4-1. Staðan var 4-0 í hálfleik og Ólafur Andri skoraði eina mark síðar hálfleiksins og lagaði stöðuna. Markatalan segir hins vegar ekki nema brot af sögunni um gang þessa leiks. Víkingar komust í mjög góð færi í leiknum í tvígang að minnsta kosti og fengu auk þess dæmda vítaspyrnu þegar brotið var á Patriki í vítateigi Árbæinga. Patrik tók spyrnuna sjálfur en skaut fram hjá. Víkingar hefðu því með smáheppni getað náð jafntefli en heppnin var bara því miður upptekin við annað í kvöld.
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.3.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar