12.5.2009 | 21:50
Reykjavíkurmeistaratitill í höfn hjá B-liðinu!
Víkingar tryggðu sér Reykjavíkurmeistaratitil B-liða þriðja flokks með öruggum sigri á KR2 á ÍR-velli í kvöld, 4-0. Leikið var við erfiðar aðstæður, hávaðarok, sem gerði leikmönnum erfitt um vik að hemja tuðruna í verstu kviðunum.
Víkingar byrjuðu gegn rokinu og komust yfir rétt fyrir miðjan fyrri hálfleikinn þegar Aron Elís þrumaði í netið. Víkingar gerðu harða hríð að KR-markinu eftir hlé en ramminn var of lítill fyrir skyttur vorar lengi vel. Það var svo Fjölnir sem bætti við öðru um miðjan hálfleikinn eftir fína sendingu frá Aroni Elís. Þá varð ekki aftur snúið og spurningin aðeins um hve stór sigurinn yrði. Agnar Darri bætti við þriðja markinu og Aron Elís því fjórða.
Þar með var sigurinn tryggilega í höfn og titillinn sömuleiðis. Til hamingju, strákar!
Á fimmtudagskvöldið kemur, 14. maí, er næsti leikur þriðja flokks. Þá mætir A-liðið efsta liði riðils síns, Fram, á Framvellinum kl. 20:30. A-liðsstrákar gerðu það gott í síðasta leik og ætla að fylgja því eftir gegn Fram. Áfram Víkingar!
- Myndir frá leiknum í kvöld, þar á meðal þessi af Agnari Darra sækja að KR-markinu. Með því að smella á hverja mynd stækkar hún og því meira sem oftar er smellt....
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.3.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar