Leita í fréttum mbl.is

Snæfellsnes um helgina!

Flokksráð efndi til fjölmenns og góðs foreldrafundar í Víkinni í kvöld þar sem aðalumræðuefnið var fyrirhuguð æfingaferð strákanna til Ólafsvíkur um helgina. Þar kom fram eitt og annað en hið helsta eftirfarandi:

  1. Þjálfarar vorir, Gunnar Örn og Sindri, verða báðir með í för og Kristján flokksformaður. Það vantar fleiri liðsstjóra úr foreldrahópi, áhugasamir gefi sig fram!
  2. Farið verður í rútu frá Víkinni, mæting kl. 17:45 og brottför kl. 18:00 föstudaginn 15. maí og komið til baka um miðjan dag á sunnudaginn. Foreldrar hvöttu til þess að heimkoma yrði með fyrra falli í ljósi þess að búið er að demba prófum yfir hluta hópsins þrátt fyrir að flokksráð hafi gengið úr skugga um það við skólastjórnendur á dögunum að tímasetningin nú hentaði vel - einmitt vegna þess að engin próf væru yfirvofandi hjá neinum! Strákarnir verða í staðinn að vera duglegir að lesa á morgun, fimmtudag, og á föstudag.
  3. Gist verður í grunnskólanum í Ólafsvík og strákarnir hafi með sér tilheyrandi búnað: vindsæng/dýnu, svefnpoka/sæng og auðvitað pússigræjur fyrir tennur, trýni og tær fyrir svefninn.
  4. Foreldrar eru hvattir til að fóðra vel ungviðið fyrir brottför frá Reykjavík á föstudaginn en gert er ráð fyrir kvöldsnarli vestra undir svefninn.
  5. Annað til að hafa í huga við undirbúning ferðar:
    • Taka með viðeigandi fatnað til útivistar og æfinga utanhúss. Það kann að vera að gengið verði til fjalls og munið skó og slíkt ef út í það er farið.
    • Taka með skó og íþróttafatnað til að spila á grasi en einnig skó og tilheyrandi svo hægt sé að æfa innanhúss ef svo ber undir.
    • Taka með sunddót!
    • Taka með þúsundkall eða svo í vasapening. 
  6. Gert er ráð fyrir æfingum á laugardag og sunnudag en von um æfingaleik við heimastráka urðu að engu þegar spurðist út að þeir yrðu að heiman um helgina vegna leikja annars staðar.
  7. Gunnar Örn - sem er heimamaður í Ólafsvík og þekkir hverja plássið eins og lófann á sér - ætlar að koma því í kring að strákarnir geti fylgst með Evrópusöngvakeppninni á laugardagskvöldið, hafi þeir minnsta áhuga á slíku.
  8. Spáð er góðu veðri á Snæfellsnesi um helgina, sem ekki ætti að spilla fyrir.
  9. Ferðin kostar 10.000 krónur á strák og flestir eiga fyrir því að miklu leyti í sjóði og sumir alveg. Langstærsti kostnaðarliður er rúta + bílstjóri allan tímann en að auki hefur sérstakt manneldisráð á vegum flokksins tekið til starfa til matarinnkaupa fyrir ferðina. Þá er unnið að því að fá innvígða Ólsara til að útbúa glæsimáltíð fyrir hópinn að kveldi laugardags. Kvöldmáltíðin er innifalin í fargjaldinu.
  10. Góða ferð Víkingar og munið að Víkingar í Ólafsvík geta verið viðsjárverðir á fótboltavellinum, ef þeir verða á annað borð heima hjá sér um helgina. Það sýndu þeir (ekki) sællar minningar í Víkinni á sunnudaginn var.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

vikingarnir.blog.is

Frjálst og óháð blogg
Frjálst og óháð blogg
Mars 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband