Leita í fréttum mbl.is

Jafntefli við Fram

A-lið Víkings og Fram skildu jöfn, 1-1, í lokaleik beggja liða í Reykjavíkurmótinu. Framarar eru þar með Reykjavíkurmeistarar en Víkingur um miðjan riðilinn þegar upp er staðið.

Útlitið var ekki bjart fyrir Víking því Fram skoraði strax á 4. mínútu eftir að okkar menn höfðu gleymt sér andartak við að dekka andstæðingana við Víkingsmarkið. Staðan var 1-0 í hálfleik og það var ekki fyrr en langt var liðið á leikinn að Víkingur fékk dæmda aukaspyrnu sem Óli Pétur tók og Röggi hljóp uppi boltann og kláraði dæmið. Víkingar fengu reyndar tækifæri til að gera enn betur þegar dæmt var víti á Fram fyrir brot á Ólafi Ægi. Davíð Örn tók spyrnuna en skotið geigaði. Látum það nú vera, hitt er verra að Óli Ægir meiddist nógu mikið í leiknum til að missa af æfingaferðinni á Snæfellsnes um helgina. 

Dómarinn dæmdi reyndar líka víti á Víking fyrir meint brot Kára markvarðar á Framara en eftir að hafa rætt við línuvörðinn ákvað dómarinn að ómerkja eigin úrskurð, sem var fyllilega réttmætt því Kári gerði ekkert sem réttlæti vítaspyrnuna.

Fram er með besta liðið sem Víkingur hefur spilað við í Reykjavíkurmótinu og því engin tilviljun að Framarar skuli hampa meistaratitlinum. Víkingsvörnin var hins vegar góð í gærkvöld og hélt meðal annars niðri sprækum framherja andstæðingsins. Framar öðru má því þakka Það þéttum varnarleik að  Víkingar komu heim í Fossvog með stig úr leik við topplið riðilsins. 

Við óskum Fram að sjálfsögðu til hamingju með Reykjavíkurmeistaratitilinn!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

vikingarnir.blog.is

Frjálst og óháð blogg
Frjálst og óháð blogg
Mars 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband