19.5.2009 | 11:24
Myndir frá Ólafsvíkurferð - æfing í kvöld
Myndir frá Sindra eru komnar af æfingaferð 3. flokks til Ólafsvíkur um síðustu helgi. Ferðin lukkaðist auðheyrilega eins og best verður á kosið og strákarnir komu ánægðir heim.
Hér með er komið á framfæri innilegu þakklæti foreldranna sem heima sátu til þeirra sem báru hita og þunga af ferðinni. Þessa kveðju eiga þjálfararnir Gunnar Örn og Sindri, Kristján flokksráðsformaður og fararstjóri og Sveinn Kárapabbi sem var fyrir vestan á laugardaginn og tók til hendinni með fararstjóra og þjálfurum. Fjórmenningunum sé lof og prís fyrir hve vel tókst til.
Munið svo æfingu 3. flokks á ÍR-velli kl. 20:30 í kvöld, þriðjudag.
Enn um sinn verða Víkingar að fara í aðra hreppa til að æfa og keppa en nú styttist í að nýja gervigrasið í Víkinni verði tekið í notkun. Á baksíðu Morgunblaðsins í dag er mynd af því þegar verið var að leggja græna teppið á völlinn í gær. Senn verður völlurinn iðagrænn og flottur þversum og langsum.
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.3.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar