Leita í fréttum mbl.is

Heim úr Árbæ með eitt stig af sex mögulegum

Uppskera Víkings var rýr í fyrstu leikjum Íslandsmóti við Fylki á Árbæjarvelli í gær. A-liðið tapaði 2-0 en B-liðsleiknum lyktaði með jafntefli. Fylkir komst yfir í fyrri hálfleik A-liðanna og það var í samræmi við gang leiksins. Í síðari hálfleik var meira jafnræði með liðunum en leikurinn var þófkenndur og hvorugt liðið skapaði sér neitt af viti. Það var svo í blálokin sem Fylkismenn náðu að bæta við öðru marki og það af ódýrari gerðinni. Niðurstaðan því Fylkissigur.

B-liðið byrjaði sinn leik með miklum látum og eftir aðeins þrjár mínútur lá boltinn í Fylkismarkinu að aðstoðardómari sá til þess að markið var dæmt af Víkingi vegna rangstöðu. Umdeilanlegur dómur svo ekki sé nú meira sagt. Víkingar réðu gangi fyrri hálfleiksins og fengu fín tækifæri til að gera út um viðureignina þá þegar en þeim lánaðist bara ekki að skora.

Fylkismenn mættu hressari til leiks eftir hlé og gangur leiksins breyttist í samræmi við það. Nokkru fyrir miðjan hálfleikinn var dæmd vítaspyrna á Víking sem Fylkir skoraði úr en Ólafur Andri náði að jafna fyrir Víking fimm mínútum síðar og niðurstaðan varð jafntefli. Víkingar áttu sem sagt fyrri hálfleikinn skuldlausan en skoruðu ekki. Miðað við gang síðari hálfleiks var hins vegar út af fyrir sig hægt að þola jafntefli af hálfu Víkings en Fylkismenn hefðu líka hæglega getað stolið öllum stigunum ef þeim hefði tekist að skora úr þremur mjög góðum færum sem þeir fengu í hálfleiknum. Tvö skotanna voru varin en þeir skutu yfir markið í þriðja færinu.

  • Ath. hér til hliðar eru tengslar á stiga- og leikjatöflur A-, B- og C-liðanna í Íslandsmótinu í sumar. Beintenging til heimasíðu KSÍ.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

vikingarnir.blog.is

Frjálst og óháð blogg
Frjálst og óháð blogg
Mars 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband