25.5.2009 | 23:18
Óverðskuldað tap fyrir Fylki
Víkingur tapaði með einu marki gegn tveimur fyrir Fylki í leik C-liða þriðja flokks á Árbæjarvelli í kvöld. Víkingar áttu mun meira í leiknum og óðu í færum í stöðunni 1-1. Heppnisgyðjan vildi hins vegar ekki líta við þeim að þessu sinni og bætti gráu ofan á svart með því að færa heimamönnum aulamark á silfurfati og þar með stigin öll. Einar Sig skoraði mark Víkings.
Þessi leikur er að baki og ekkert annað en horfa fram á við til næsta leiks, það gengur bara betur þá - gegn KR í Víkinni miðvikudaginn 3. júní!
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.3.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar