26.5.2009 | 22:43
Viktors dagur Jónssonar
Víkingar uppskáru öll sex stigin sem í bođi voru í kvöld í Egilshöll í leikjum A- og B-liđanna viđ KR-inga. Sigur A-liđsins var afar sannfćrandi en ţá sögu verđur ađ segjast eins og hún er ađ B-liđiđ átti verulegu láni ađ fagna ađ landa sínum sigri. Viktor Jónsson yngri skorađi öllu ţrjú mörk Víkings í B-leiknum og er ţví mađur dagsins í Víkingshverfinu en martröđ dagsins í Vesturbćnum. Til hamingju, Víkingar!
Davíđ Örn skorađi ţegar um hálftími var liđinn af fyrri hálfleik A-liđanna og ţannig var stađan í hálfleik. Hann átti líka fínt skot á mark KR fljótlega eftir hlé sem var variđ og Víkingar höfđu góđ tök á leiknum. Ţađ var stađfest nokkru síđar međ flottu marki Patriks og korteri síđar fengu Víkingar aukaspyrnu sem Óli Pétur tók af list. Boltinn ratađi á koll Ólafs Ćgis sem stangađi hann í markiđ. Úrslitin ţar međ ráđin og Víkingar voru nćr ţví ađ bćta viđ en KR-ingar ađ minnka muninn. Patrik átti til dćmis ţrumuskot í stöng ţegar langt var liđiđ á leik.
B-leikurinn var ekki nema tveggja mínútna gamall ţegar Halldór varđi KR-skot af stuttu fćri og hann ţurfti oftar ađ taka á honum stóra sínum í leiknum. Fyrri hálfleikurinn var annars í járnum og oft skall hurđ nćrri hćlum viđ mörkin. Ţannig bjargađi KR-ingur á línu um miđjan hálfleikinn og KR átti fáeinum mínútum síđar hörkuskot í stöng Víkingsmarksins.
Á lokamínútu fyrri hálfleiks fóru hlutirnir heldur betur ađ gerast! KR fékk aukaspyrnu, boltinn sveif inn í markteiginn og KR-ingum tókst ađ pota honum í netiđ úr ţvögu. Síđan útspark frá Víkingsmarkinu, Hlynur óđ upp hćgri kantinn ađ endamörkum, náđi frábćrri sendingu inn í boxiđ ţar sem Viktor Jóns var réttur mađur á réttum stađ og skorađi međ kollspyrnu. Dómarinn flautađi med det samme til leikhlés. Ótrúlegar sviptingar á sömu mínútunni og magnađ hjá Víkingum ađ svara fyrir sig ađ bragđi. Stađan sum sé 1-1 í leikhléi.
Síđari hálfleikur var lengi vel afar slakur af hálfu Víkings en KR lánađist bara alls ekki ađ nýta sér vandrćđagang andstćđinganna. Ţađ féll flest međ Víkingum en fátt eđa ekkert međ KR og ţannig er ţađ nú bara stundum.
Um miđjan hálfleikinn urđu kaflaskipti í leiknum. Boltinn skoppađi tiltölulega sakleysislega í átt til KR-markmannsins og Viktor fylgdi fast á eftir. Einhverra hluta vegna lánađist markmanninum hvorki ađ hreinsa frá né hafa hendur á tuđrunni heldur skaust hún milli fóta hans og Viktor hafđi lítiđ fyrir ţví ađ tölta međ boltann síđustu metrana ađ marklínunni. KR-ingar voru áberandi slegnir eftir ađ hafa fengiđ ţetta mark á sig en allra hluta vegna var samt gott ađ ţessi mistök gerđu ekki út um leikinn heldur fullkomnađi Viktor ţrennuna sína međ stórglćsilegu og viđstöđulausu skoti eftir hornspyrnu Víkings. Ţađ söng í netinu og Víkingar fögnuđu sigri, 3-1.
A-liđ Víkings átti góđan leik í kvöld en B-liđiđ átti löngum stundum í basli á vellinum en landađi samt sigri. B-liđ KR spilađi áberandi betur en A-liđ KR í ţessum Víkingsleikjum.
- Nćst á dagskrá í 3. flokki er viđureign C-liđa Vikings og KR í Víkinni miđvikudaginn 3. júní.
- A- og B-liđin eiga nćstu leiki í Íslandsmótinu mánudaginn 8. júní í Keflavík.
Myndin: Viktor Jóns yngri glímir viđ KR-inga í Víkinni í september 2008.
Fćrsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.3.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annađ
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar