Leita í fréttum mbl.is

Kíkt yfir öxl andstæðinga

Andstæðingar okkar á Íslandsmótinu í sumar halda flestir úti bloggsíðum á Vefnum og tenglar þar að lútandi eru komnir til vinstri hér á síðuna. Stórveldið Breiðablik í Kópavogi hefur sérstöðu. Enga bloggsíðu er að finna í fljótu bragði fyrir 3. flokk Blika og ekkert afmarkað fréttahólf tengt flokkum á aðalsíðu félagsins. Það er skýringin á því að Kópavogsveldið er ekki á bloggsíðulistanum okkar!

Rétt er að vekja athygli í leiðinni á tenglum á KSÍ-síðuna vegna stigatöflu og leikjaskrár fyrir hvert lið + tengil á heimasíðu ReyCup.

  • Á bloggsíðu Fylkismanna er fjallað um leiki A- og B-liða Fylkis og Víkings í Íslandsmótinu á dögunum:

 

Flottir leikir gegn Víkingi


A lið

Það var greinilegt að menn voru tilbúnir í Íslandsmótið. Áttum leikinn í frá fyrstu mínutu til þeirrar síðustu. Lokastaðan 2 - 0  sem hæglega hefði getað orðið stærri tala. Víkingar sem hafa verið að gera flotta hluti í RVK mótinu og munu koma til með hala inn stig í sumar áttu ekki eitt einasta skot á markið í dag og komust 3 til 4 sinnum inní teiginn okkar. Varnarvinna liðsins var frábær í dag, liðsandinn og baráttan til fyrirmyndar og allir lögðu sig fram fyrir liðið og félagið.

Varnarlínan frábær, miðjan flott og mörk frá framherjum okkar.
Allt liðið á hrós skilið en hér koma stjörnunar.

1 - 0 Andri með stórkostlegan sprett frá eigin vallarhelmingi fer framhjá 3 Víkingum og afgreiðir boltan snildarlega í fjærhornið.

2 - 0 Ragnar klára færið vel eftir að við vinnum boltan af Víkingum.

*** Andri Már skoraði frábært mark og Víkingar réðu ekkert við hann
** Styrmir og Benni Ó
* Stebbi, benni Þ og Árni.
 
B lið


Spilað var við Reykjarvíkurmeistaranna og áttum við í fullu tré við þá. Fyrri hálfleikurinn var slappur af okkar hálfu og við verðum að teljast heppnir að sleppa með 0 - 0  í hálfleik. Seinnihálfleikurinn var okkar og við komumst yfir þegar brotið er á Ragnari. Vítaspyrna hjá Ragga vel framkvæmd. Víkingar jafna með góðu skoti neðst í hornið óverjandi fyrir Kristján. Við fengum mun fleirri færi en Víkingar í seinnihálfleik og hefðum getað landað þrem stigum. Flottur seinnihálfleikur þar sem við náðum að peppa okkur upp í hálfleik og fórum að hafa gaman af þessu.
 
*** Júlli
**Raggi ( fyrir hans framlag í seinnihálfleik )
* Pétur Kári

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

vikingarnir.blog.is

Frjálst og óháð blogg
Frjálst og óháð blogg
Mars 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband