3.6.2009 | 20:58
Víkingsærunni bjargað með fyrsta markinu í tapleik
C-lið Víkings varð fyrst liða félagsins til að keppa á nýja gervigrasvellinum í Víkinni og Einar Sig. skoraði fyrsta markið í leik á vellinum, gegn KR. Víkingar töpuðu hins vegar þessum sögulega leik en Einar bjargaði æru félagsins með því að vera fyrstur til að skora. Það hljómar að sjálfsögðu mun betur í sögubókum að Víkingur hafi brotið þetta marka-blað en að einhver og einhver KR-ingur.
Fyrri hluti þessa leiks í Íslandsmótinu var þófkenndur og markalaust jafntefli í hléinu því í þokkalegu samræmi við gang mála. Víkingar skoruðu fljótlega í síðari hálfleik og þar var Einar að verki, sem fyrr segir, og gerði vel. KR-ingar sóttu þá í sig veðrið og náðu undirtökunum. Þeir jöfnuðu og komust fljótlega yfir með flottu marki. Ekki nóg með það því þeir skoruðu í þriðja sinn eða réttara væri að segja að boltinn hefði lekið inn í Víkingsmarkið upp úr engu. Mark var það engu að síður og þar með var nánast formsatriði að játa sig sigraða.
Áður en yfir lauk fengu KR-ingar dæmda á sig vítaspyrnu í blálokin og Einar Sig. minnkaði muninn. Tíminn leyfði ekki frekari atlögu Víkinga að jafntefli því leiktíminn rann út nokkrum sekúndum eftir vítaspyrnuna og úrslitin blöstu við: 2-3 KR í vil. Verður að segjast að Vesturbæingarnir unnu fyrir þeim stigum sem þeir sóttu í Víkina í kvöld. Þeir voru tvímælalaust sterkari en heimamenn á nýja gervigrasinu fína í síðari hálfleik.
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.3.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar