4.6.2009 | 22:00
Hópmynd frá leik Víkings og KR
Réttsýnn og góður dómari í leik C-liða Víkings og KR núna í vikunni, Guðmundur K. Sigurgeirsson, var svo elskulegur að senda heimasíðunni myndir sem Davíð Örn Atlason tók á vélina hans áður en blásið var til leiks. Við kunnum honum að sjálfsögðu bestu þakkir fyrir. Þetta eru altsvo liðin sem mættust í fyrsta leiknum á gervigrasinu langþráða í Víkinni þriðjudaginn 3. júní 2009. Víkingar voru gestrisnir í tilefni dagsins og sendu gestina heim með stigin þrjú í malnum eftir 2-3 tap. Hins vegar skoraði Einar Sigurðsson fyrsta markið í leiknum og þar með fyrsta markið í leik á vellinum. Sá heiður verður aldrei af honum tekinn og til hamingju með það. Hér eru sem sagt myndirnar af strákunum í Víkingi og KR sem skráðu kafla í sögu félagsins okkar með fyrsta leiknum. Guðmundur K. dómari krýpur fyrir miðri mynd hér fyrir neðan.
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.3.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Innlent
- Vilji til að finna lausn
- Enginn með fyrsta vinning en níu fá 125 þúsund
- Guðni Th. prófessor Jóns Sigurðssonar
- Gísli Marteinn hjólar í meirihlutann
- Vekja athygli á langvarandi afleiðingum Covid
- Ítrekuð rúðubrot í Breiðholti
- Sprautaður niður og fjötraður
- Segir sjúkraflug á Húsavík í uppnámi
- Skerða vinnutíma í unglingavinnu
- Ber að slökkva á skiltinu