21.6.2009 | 20:57
Ólafur Andri fótbrotnaði í bikarleik
Ólafur Andri Þórarinsson varð fyrir þvi óláni að fótbrotna í fótboltaleik um helgina. Hann var einn þriggja stráka úr 3. flokki sem spiluðu með 2. flokki í bikarleik gegn Þrótti. Liðsmaður Þróttar tæklaði okkar mann svona líka svakalega að báðar pípur í hægri fótlegg hrukku í sundur.
Þetta er auðvitað mikið áfall fyrir Ólaf Andra og Víkinga því hann hefur sannarlega staðið fyrir sínu í leik eftir leik í þriðja flokki. Nú er þar skarð fyrir skildi en aðalatriðið er auðvitað að hann nái fyrri styrk og heilsu fljótt og vel.
Við sendum Óla Andra baráttukveðjur með ósk um góðan bata og væntum þess að sjá hann hressan á vellinum þegar hann er orðinn heill heilsu á nýjan leik.
Ástæða er til þess að nota tækifærið og segja líka góða frétt af heilsufarinu í 3. flokki. Arnar Sölvi Arnmundsson er nefnilega mættur til leiks eftir átta mánaða fjarveru vegna meiðsla og veri hann hjartanlega velkominn! Hann spilaði fyrsta leikinn eftir þetta langa hlé gegn FH í C-leiknum á Íslandsmótinu á dögunum. Þar fóru Víkingar á kostum og veltu Hafnfirðingum upp úr tjöru og fiðri. Arnar Sölvi var þar góður liðsauki eins og hans er von og vísa.
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.3.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar