24.6.2009 | 21:52
Sætur sigur A, súrt tap B
A-lið Víkings vann Fjölni með stæl í Grafarvogi í kvöld með marki sem kom á elleftu stundu eða nánar til tekið á 83. mínútu. Patrik bjargaði þá heiðri okkar manna og þremur stigum í hús með góðu marki. Víkingar gengu sigurreifir til búningsherbergja en heimamenn niðurlútir, efsta lið riðilsins eftir síðustu umferð Íslandsmótsins. Til hamingju með sigurinn, strákar!
B-leikurinn varð hins vegar ekki óskastund fyrir Víking. Liðið byrjaði illa en hresstist verulega við þegar leið á fyrri hálfleikinn og var þá til alls líklegt. Markalaust var í hálfleik.
í síðari hálfleik náðu Fjölnismenn undirtökunum og héldu þeim allan tímann. Þeir skoruðu í tvígang og unnu verðskuldað 2-0. Víkingar áttu þarna óvenju dapran dag í leik sem var afar mikilvægur í toppbaráttu B-riðils en það kemur leikur eftir þennan leik og nú er um að gera að láta gremjuna bitna á Akureyringum á sunnudaginn....
- Leið A- og B-liða Víkings liggur næst til Akureyrar þar sem þeim er ætlað að mæta Þór síðdegis á sunnudag. Skemmst er frá að segja að ekki er meira vitað á þessari stundu en það að strákarnir eiga að spila nyrðra. Líklegt er að fenginn verði undir þá rúta til ferðarinnar en það skýrist ekki fyrr en á morgun. Gerum því ráð fyrir að tilhögun ferðarinnar verði tilkynnt á fimmtudagsæfingunni og vonandi hér á heimasíðunni líka, ef umsjónarmanni gefst tóm til símtala við þjálfara vorn og tölvusamskipta við umheiminn á milli sjóskíðaæfinga á hinu undurfagra Hálslóni.
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.7.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 2865
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar