Leita í fréttum mbl.is

Veisla a la Þór á Akureyri

veitingadrottningarTvær fótboltamömmur úr þriðja flokki Þórs, Hrafnhildur Óladóttir og Regína Sigvaldadóttir, buðu heimaliðum og Víkingshópnum til óvæntrar en einstaklega ljúfrar veislu að leikslokum á sunnudag. Þær buðu upp á brauð með salati, skúffukökur og ávexti eins og hver gat í sig látið og drykki með!

Vita skulu þær stöllur að veitingar Þórsara söddu hungur sunnanmanna og léttu lund þeirra verulega í bráð og lengd. Það var næstum því svo að Víkingar kenndu sér samviskubits yfir því að renna úr hlaði á Akureyri með öll stig kvöldins í farteskinu  eftir að hafa fengið kviðfylli af bakkelsi í bónus frá Þór. 

Komið hefur á daginn að slíkur viðurgjörningur er hefð hjá Þórsurum, sem er ótrúlega flott og fínt. Mættu aðrir klúbbar tileinka sér að vera slíkir höfðingjar heim að sækja, meðal annars ónefnt knattspyrnufélag í Fossvogi....

Við Vikingar þökkum fyrir okkur. Gestrisni Þórs er geymd en ekki gleymd.

Tekið til matar síns


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

vikingarnir.blog.is

Frjálst og óháð blogg
Frjálst og óháð blogg
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.7.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 2864

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband