29.6.2009 | 01:46
Sex stiga Akureyrarferð
Víkingar sóttu sex stig í greipar Þórs á Akureyri í leikjum A- og B-liðanna í gær, sunnudag. Markalaust var að loknum fyrri hálfleik A-liðanna og fram yfir miðjan síðari hálfleikinn. Markið sem skildi liðin að kom svo loks á 22. mínútu þegar Aron Elís tók aukaspyrnu af betri gerðinni og Óli Ægir afgreiddi boltann laglega í netið. Úrslitin voru þar með ráðin, 0-1.
Sigur Víkings var sanngjarn en norðanmenn voru fastir fyrir og sáu til þess að síðasta korterið í leiknum var býsna taugatrekkjandi.
Akureyringar byrjuðu B-leikinn mun betur en gestirnir að sunnan og áttu ein þrjú skot á markið á fyrstu fimmtán mínútunum sem voru varin. Víkingar áttu fyrsta færið sitt á sextándu mínútu og Agnar Darri skoraði. Hann kom aftur til skjalanna þremur mínútum síðar og renndi boltanum í netið á nýjan leik, svellkaldur. Staðan í hálfleik því 0-2 og gæfan hafði heldur betur lagst á sveif með Víkingum. Þórsarar gáfust ekki upp og minnkuðu muninn eftir fína sókn á 8. mínútu síðari hálfleiks og þá jókst spennan í leiknum að sama skapi.
Á 27. mínútu gulltryggðu Víkingar sér í raun sigurinn þegar Þórsari missti frá sér boltann, Davíð Örn þakkaði gott boð og skoraði í autt markið eftir að hafa platað markvörð Þórs illilega. Davíð er KA-maður að uppruna og hefur í blóð borna þá tilfinningu sem fylgir því að setja mark á Þórsara og vinna þá í þokkabót. Glottið verður því ekki þvegið af andlitsbjórnum á þeim dreng fyrr en í fyrsta lagi á fimmltudag.
Víkingar voru ekki hættir því Sverrir Hjaltested bætti fjórða markinu við á 40. mínútu og skoraði þar með í þriðja leiknum sínum í röð. Í uppbótartíma minnkaði Þór muninn með gefins vítaspyrnu sem ekki hafði áhrif á úrslitin og því verður ekki um hana fjasað frekar þó efni standi fyllilega til slíks. Niðurstaðan í viðureigninni 2-4 Víkingi í vil.
Víkingar fóru sum sé suður á bóginn með sex stig í sarpinum og voru hinir kátustu, enda sá fengur bæði kærkominn og verðskuldaður.
Þórsarar tóku vel á móti gestunum og þökk sé þeim fyrir það. Eitt ber samt að nefna varðandi framkvæmd leikjanna af hálfu gestgjafana, sem er athugasemdar virði, og það er að leikið var í Boganum, fótboltahýsi Þórsara, þrátt fyrir að á heimasíðu KSÍ stæði skýrum stöfum að leikið skyldi á Þórsvelli. Þórsarar færðu sem sagt leikinn af grasi í sumarblíðunni í hús og á gervigras án þess að láta Víking og KSÍ vita að slíkt væri í bígerð af þeirra hálfu. Það er auðvitað ekki í lagi.
Myndin hér til hliðar: Glaðir Víkingsstrákar við brottför til Reykjavíkur ásamt þjálfurunum, Gunnari Erni og Sindra, og Jóni Erlendi, frábærum bílstjóra frá Hópbílum sem ferjaði mannskapinn milli landshluta fljótt og örugglega.
Smella á myndir til að stækka þær!
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.3.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Innlent
- Ítrekuð rúðubrot í Breiðholti
- Sprautaður niður og fjötraður
- Segir sjúkraflug á Húsavík í uppnámi
- Skerða vinnutíma í unglingavinnu
- Ber að slökkva á skiltinu
- Betri yfirsýn með hverjum klukkutíma sem líður
- Mæli óhikað með þessari meðferð
- Stefnum á að gera þetta að árlegum viðburði
- 2,3 milljarðar í húsnæðisstuðning
- Veitingar utan dyra leyfisskyldar
- Við erum meðvituð um þetta
- Raðhúsalengja flutt milli landshluta
- Brann til kaldra kola
- Bakstur, blóm, matreiðsla og málmsuða
- Parkinn vill parkera manni