7.7.2009 | 21:48
B-liðið sneri blaðinu við á elleftu stundu
A-lið Víkings og Breiðabliks deildu með sér stigum í viðureign í Víkinni í kvöld, 1-1. Jafntefli var út af fyrir sig sanngjörn niðurstaða í umtalsverðum sviptingum þar sem nokkur gul spjöld fóru á loft. Markalaust var í leikhléi en í síðari hálfleik var Agnari Darra skipt inn á og hann þakkaði fyrir sig tveimur mínútum síðar með skora laglega eftir hornspyrnu. Blikar jöfnuðu nokkru síðar og eftir það börðust fylkingarnar til leiksloka án þess að tækist bæta við marki. Víkingar áttu meðal annars skot í stöng og Blikar þrususkot í slá úr aukaspyrnu við vítateigslínu í blálokin.
Í leik B-liðanna tók Agnar Darri líka af skarið og það strax í fyrri hálfleik með því að hirða boltann af markverði Blika og renna í netið. Staðan í leikhléi 1-0 og Víkingar hefðu reyndar auðveldlega getað gert út um leikinn strax í fyrri hálfleik því þeir fengu nokkur mjög fín færi sem fóru fórgörðum.
Í síðari hálfleik skiptu Vikingar um ham og Blikar náðu undirtökunum á vellinum. Þeir skoruðu í tvígang á tveimur mínútum og gerðu sig líklega til að bæta við hinu þriðja marki sem trúlega hefði rotað okkar menn. Þegar langt var liðið á hálfleikinn sofnuðu Blikar hins vegar á verðinum og Víkingar gengu snarlega á lagið. Patrik jafnaði eftir glæsilega rispu Agnars Darra upp völlinn. Þegar fáeinar mínútur lifðu af leiknum var Patrik aftur á ferðinni og skoraði sigurmarkið með glæsilegri afgreiðslu. Úrslitin þar með 3-2 og dýrmæt stig í höfn - og það á kostnað Blika, sem gerði sigurinn enn sætari.
Í leik C-liðanna hirtu Blikar öll stigin með því að skora sex sinnum en Víkingar þrisvar. Nákvæmari tíðindi var ekki að hafa af leiknum í kvöld aðrar en þær að gangur hans hafi verið í samræmi við úrslitin.
Þegar öllu er á botninni hvolft deildu Víkingar og Blikar því bróðurlega á milli sín sem í boði var í leikjum kvöldsins: jafntefli, heimasigur, útisigur. Á hliðarlínunni mátti vel greina að Kópavogsstórveldið hafi búið sig undir stórum betri uppskeru í Fossvogsdal en reyndin varð....
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.3.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar