Leita í fréttum mbl.is

Tvö lið á ReyCup

Tvö Víkingslið úr þriðja flokki eru skráð til leiks á ReyCup, alþjóðlegu fótboltamóti á vegum Þróttar, í Laugardal 23.-26. júlí. Skráðir eru 30 leikmenn og fjórir þjálfarar/fararstjórar.

Þjálfarar fara yfir málið á fimmtudagsæfingunni og í kjölfarið sendir flokksráð úr tilkynningu um kostnaðinn (þátttökugjald fyrir hvern liðsmann + sameiginlegan kostnað vegna mótsgjalds fyrir liðin og þjálfara/fararstjóra sem deilist á hópinn). Frá kostnaði dregst inneign í sjóði hjá þeim sem búa að slíku. Hugsanlegt er að flokksráð bjóði nú upp á skyndifjáröflun handa þeim sem vilja afla tekna upp í kostnaðinn. 

Hér fyrir neðan er riðlaskiptingin (kann samt að breytast). Þar sést að A-liðið mætir Þrótti, FH og dönskum strákum frá Esbjerg en B-liðið Gróttu, Stjörnunni og sameiginlegu liði Hamars/Ægis úr Hveragerði/Þorlákshöfn.

Metþátttaka er á ReyCup í ár, alls eru skráð þar 105 lið, þar af 40 lið skipuð stelpum, alls um 1.500 manns! Laugardalurinn tekur ekki við öllu þessu og því er í bígerð að ReyCuup-leikir verði líka á Framsvæðinu og í Víkinni.

Útlendir gestir verða meðal annars lið frá Reading á Englandi. Danir senda hingað þrjú lið, frá Esbjerg, Kaupmannahöfn og Herfölge og Færeyingar senda lið í fyrsta sinn á ReyCup.

3.fl karla  A

 

 

A

B

C

07 Vestur

Esbjerg

Grindavík

KR

Víkingur 1

Grótta 1

Stjarnan 1

Þróttur 1

Fylkir 1

Haukar 1

FH 1

Fjarðabyggð

   
   

 

 

3.fl karla  B

  

A

B

 

Álftanes

Grótta 2

 

Haukar 2

Stjarnan 2

 

Fylkir 2

Hamar/Ægir

 

Þróttur 2

Víkingur 2

 

FH 2

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

vikingarnir.blog.is

Frjálst og óháð blogg
Frjálst og óháð blogg
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.7.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 2864

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband