16.7.2009 | 00:23
Fylkir malaður í C-dúr: 11-3
Strákarnir í C-liðinu rúlluðu gestum sínum úr Árbæ upp í Víkinni í kvöld. Víkingar sigruðu með ellefu mörkum gegn þremur og léku sum sé við hvurn sinn fingur. Þessi frammistaða hlýtur að hvetja A- og B-liðin til dáða í sínum leikjum Íslandsmótsins við Fylkismenn í Víkinni að kveldi fimmtudags 16. júlí eða hvað?
Þegar sömu lið áttust við í Árbænum í fyrstu umferð Íslandsmótsins 25. maí fóru leikar þannig að Fylkir sigraði 2-1. Úrslitin í dag standa vel undir því að kallast sæt hefnd....
Til hamingju C-liðsstrákar!
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.3.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar