20.7.2009 | 22:54
C-leikur við KR og sjóbað í Nauthólsvík
Áríðandi tilkynning vegna leiks C-liða Víkings og KR í Frostaskjóli þriðjudagskvöldið 21. júlí:
- Mæting á KR-velli kl. 19:00, leikur hefst kl. 20:00.
- Þeir sem byrjuðu á bekknum í B-leiknum eiga allir að koma til leiks.
- Aðrir sem mæta: Rúnar, Egill, Aron Austmann, Bjarki Phu, Haukur Jónsson, Hrafnkell, Jökull, Sigurður Davíð, Þórarinn, Gulli, Óli Geir, Bjarki Þórðar, Sjonni og Fjölnir.
- Næsta verkefni 3. flokksliðanna er svo sjálft ReyCup-mótið í Laugardal.
- Þjálfari mælist til þess að þeir sem spiluðu í A- og B-leikjum við KR, og ekki taka þátt í C-leiknum, hlaupi út í Nauthólsvík og fái sér sjódýfu. Það bætir, hressir og kætir ekki síður en maltölið.
- Lagt af stað úr Víkinni kl. 17:00 undir stjórn fyrirliðans og rólega fram og til baka. Þjálfari mætir og ýtir úr vör.
- Áfram sjó-Víkingar eða Show-Vikings eftir atvikum!
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.3.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar