22.7.2009 | 23:49
Tíðindi af fararstjórafundi ReyCup
Eftirfarandi tilkynningar og fróðleiksmolar komu fram á fundi þjálfara og fararstjóra ReyCup í Þróttarheimilinu að kveldi miðvikudags 21. júlí:
- Mótshaldarar þurftu að hræra í leikjaskránni fram á síðustu stundu vegna þess að lið voru að afboða sig alveg lygilega seint. Eina breytingin sem varðar okkur er sú að fimmtudagsleikur Víkings 2 og Stjörnunnar 2 hefst á Framvelli kl. 16:00 en ekki kl. 17:00. Það þýðir auðvitað að leikmenn Víkings 2 mæta til leiks kl. 15:00 í stað kl. 16:00.
- Armbönd verða afhent fyrir eða strax eftir fyrstu Víkingsleiki fimmtudagsins. Sérlega mikilvægt er að passa vel upp á þau allt til mótsloka því ekki er hægt að fá ný armbönd nema gegn því að framvísa eldra armbandi - sem þá væntanlega er slitið. Mótshaldarar hafa orðið varir við áhuga ungmenna, sem ekki eru á ReyCup, fyrir ballinu á laugardagskvöldið og þar með hefur myndast markaður fyrir armböndin! Ef einhver glatar armbandinu, hvað þá selur það eða gefur, fær hann það sum sé ekki bætt með nýju. Það er á hreinu!
- ReyCup-bolir verða afhentir um leið og armböndin. Þeir eru bara til í stærðunum XL og M - Þróttarar misreiknuðu greinilega spurn eftir stærðinni L sem er þar á milli og sú kláraðist á svipstundu - áður en Víkingar fengu afhenta sína boli.
- Iðkendur með armböndin góðu fá aðgang að sundlaugarpartíinu á fimmtudagskvöld og ballið á Hótel Íslandi á laugardagskvöld.
- Iðkendur sem skarta armböndum eru boðnir á leik Fram og Sigma Olomouc frá Tékklandi í Evrópukeppninni á Laugardalsvelli á morgun, fimmtudag,kl. 19:00. Fyrri leikurinn fór 1-1 og því nægir Fram markalaust jafntefli til að komast áfram en þarf að skora fleiri mörk en Sigma komist þeir tékknesku á blað.
- Iðkendur með armbönd komast líka frítt á einhverjar sýningar í Laugarásbíói.
- Hópmyndir verða teknar af öllum liðum og þær verða til sýnis og sölu í Þróttarheimilinu á laugardaginn. Stykkið er selt á 2.000 krónur (greinilegt að ljósmyndari ReyCup ætlar að reka sig með hagnaði).
- Öll lið leika um sæti á mótinu og spila því fram á sunnudag. Hvert lið á ReyCup á því 5-6 leiki.
- Á föstudagskvöld verður tafla með laugardagsleikjum birt á heimasíðu ReyCup (og vonandi líka hér á Víkingssíðunni). Mikilvægt að fylgjast með en hafið í huga að það getur dregist fram á kvöld að fá botn í leikjaskrána því riðlakeppninni lýkur ekki fyrr um kvöldmat á föstudag.
- Tveir dómarar verða á öllum leikjum í 11 manna bolta á mótinu. Það var ærinn hausverkur fyrir Þrótt að manna alla leiki dómurum. Alls verða 600 dómarar á ReyCup!
Det var det (þetta skilja nú meira að segja durtar sem þola ekki dönsku í skólanum). Einkunnarorð ReyCup eru fótbolti og fjör (football & fun upp á útlensku).
Víkingar mæta til leiks frekir til fjörsins innan vallar sem utan. Góða skemmtun og höfum gaman af þessu...
Áfram Víkingur!
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.3.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar