Leita í fréttum mbl.is

Sæti 4, 5 og 6

 

Víkingslið 3. flokks höfnuðu í fjórða, fimmta og sjötta sæti á ReyCup.

A-liðið mætti Haukum á Valbjarnarvelli kl. 10:00 í leik um 5. sætið og náði því verðskuldað en þurfti að hafa fyrir sigrinum. Eina markið kom í seinni hálfleik og var skráð sjálfsmark hjá dómaranum en Aron Elís og Jón Bjarni gerðu báðir tilkall til að eigna sér það. Mál þar að lútandi verður rekið fyrir Bæjarþingi Reykjavíkur ef í hart fer. 

B-liðið hitti Þrótt fyrir á sama tíma á leynivellinum við Suðurlandsbraut til að gera út um 3. sætið, eina möguleika Víkinga á mótinu til að komast á verðlaunapall. Fyrri hálfleikurinn var markalaus og síðari hluti hans lofaði góðu. Þá var Víkingsliðið nánast eitt á vellinum, Þróttarmegin, en tókst bara ekki að skora. Þróttarar komu hressari til seinni hálfleiksins og uppskáru eina mark leiksins úr þvögu framan við Víkingsmarkið. Eftir það var sem vindur færi úr okkar mönnum og þeir gerðu sig aldrei líklega til að jafna þó bronsverðlaun væru í boði fyrir sigur í leiknum. Víkingur 2 lenti því í 4. sæti.

Spjaldakonan að störfumC-liðið mæti FH í Víkinni á hádegi í leik um 5. sætið og átti dauðafæri fljótlega í leiknum. Síðan skoraði FH og þegar leið á hálfleikinn fékk Víkingur á sig afar vafasaman vítaspyrnudóm sem Hafnfirðingar nýttu sér til að komast í 2-0.

Baldvin markvörður sagði fáein vel valin orð og dómarinn þreif þá upp gula spjaldið (mynd: Helgi Hannes). Dómarinn sem þarna kom við sögu er með tagl og Óla Ægi að góðu kunnur frá því á TBR-velli á föstudagskvöldið. Sami dómari vék líka spjöldum að Viggó, þáverandi Víkingsþjálfara, á ReyCup í fyrra svo þetta er komið í vana hjá honum/henni.

FH bætti við þriðja markinu í síðari hálfleik og úrslitin urðu þar með 3-0 og 6. sæti fyrir Víking 3.

 

Gunnar Örn boðar til æfingar í Víkinni á morgun, mánudag, kl. 18:00. Framhaldið ræðst þar og verður tilkynnt á vettvangi og hér á heimasíðunni.

 

Úrslit sunnudagsleikja í 3. flokki.

A-lið

Fram – Þróttur 1 – Úrslit: 1 – 5

07 Vestur – KR – Úrslit: 0 – 3

Haukar 1 – Víkingur 1 – Úrslit: 0 – 1

Esbjerg – Grindavík – Úrslit: 2 – 1

Grótta 1 – Stjarnan – Úrslit: 1 – 2

 

B-lið

Haukar 2 – Fylkir 2 – Úrslit: 2 – 0

Víkingur 2 – Þróttur 2 – Úrslit: 0 – 1

KR 2 – Álftanes – Úrslit: 1 - 5

Víkingur 3 – FH 2 – Úrslit: 0 - 3


 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

vikingarnir.blog.is

Frjálst og óháð blogg
Frjálst og óháð blogg
Mars 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband