Leita í fréttum mbl.is

Endurtekið efni í FH-leikjum

Úrslit A- og B-leikja FH og Víkings í Hafnarfirði í kvöld voru endurtekið efni frá fyrri umferð sömu liða í Íslandsmótinu. Fyrr í sumar tapaði A-liðið 0-5 fyrir FH í Víkinni en B-liðin gerðu jafntefli, 11. Í kvöld tapaði A-liðið 4-1 í Kaplakrika en B-liðin gerðu aftur 1-1 jafntefli.

FH-ingar komust í 3-0 á tuttugu mínútum í A-leiknum og í það minnsta tvö markanna voru af ódýrustu gerð. Í seinni kafla fyrri hálfleiks voru Víkingar sprækari og Aron Elís minnkaði muninn. Víkingar fengu færi til að komast nær FH en það voru hins vegar Hafnfirðingarnir sem kláruðu dæmið með marki beint úr aukaspyrnu í síðari hálfleik og þar með voru úrslitin ráðin.

B-leikurinn var helmingaskiptaströggl framan af en um miðjan fyrri hálfleik fengu heimamenn dæmt víti sem þeir skoruðu úr. Víkingar náðu að svara að bragði með fínu skallamarki Sverris Hjaltesteds. Fleiri urðu mörkin ekki og raunar máttu Víkingar vel við una að fara heim með stig úr leiknum því þeir fengu einungis eitt gott færi í seinni hálfleiknum. Hafnfirðingar voru á hins vegar býsna aðgangsharðir  við Víkingsmarkið en vörninni tókst að hrinda atlögum eða markmanninum að verja skotin. Þegar langt var liðið á leikinn fengu Hafnfirðingar dæmda aukaspyrnu fyrir meint brot Viktors Jóns yngri út við hliðarlínu FH-megin á vellinu en andartaki áður hafði (heima)dómari Hafnfirðinga horft ljúfmannlega fram hjá nákvæmlega eins broti FH-ings á Víkingi. Dómnum var mótmælt hástöfum á Víkingsbekknum og Viktor hugsaði upphátt eitthvað sem dómararinn tók til sín. Rauða spjaldið fór á loft og Víkingar spiluðu því einum færri til leiksloka en héldu sjó.

  •  Ath.: Æfing í Víkinni á sunnudagskvöldið kl. 20:00!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

vikingarnir.blog.is

Frjálst og óháð blogg
Frjálst og óháð blogg
Mars 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband