18.8.2009 | 21:01
Viktor sendi Fjölnismenn sigraða heim
Víkingar sigruðu Fjölni 2-0 í leik B-liða 3ja flokks í Víkinni í kvöld. Viktor Jóns yngri kom sínum mönnum yfir í fyrri hálfleik þegar þeir spiluðu gegn hávaðaroki í Fossvogsdal. Hann var aftur á ferðinni undir lok síðari hálfleiks þegar Fjölnismarkvörðurinn hugðist hreinsa frá. Viktor pressaði, komst fyrir boltann og setti í netið. Góður sigur en Fjölnismenn áttu satt að segja meira í leiknum en úrslitin gefa til kynna. Þeim lánaðist bara ekki að skora.
Fyrr í kvöld tapaði Vikingur naumlega og grátlega á síðustu andartökunum í A-leiknum. Fjölnismenn höfðu yfir í hálfleik, 1-0, en undir miðjan síðari hálfleik jafnaði Ólafur Ægir. Það leit síðan út fyrir að liðin myndu deila stigum en í bláenda leiksins þurfti Fjölnir endilega að þvæla tuðrunni inn í Víkingsmarkið og hirða með sér stigin þrjú heim í Grafarvog.
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.3.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar