
Foreldrar úr þriðja flokki lögðu saman krafta sína, kökur og brauð og buðu upp á veitingar á hlaðborði að loknum leikjum dagsins við Þór frá Akureyri á Íslandsmótinu. Þetta tókst með ágætum og Akureyringar kvöddu mettir áður en þeir héldu norður. Okkar menn fengu sér líka í gogginn, einkum B-liðsmenn sigurreifir eftir að hafa lagt Þórsara. A-liðsvíkingar voru daprari og hurfu sumir hverjir strax af vettvangi í svekkelsi eins og gengur. Flokksráðið þakkar þeim sem brugðust við kallinu með heimabakstri, vinnuframlagi eða öðru sem að gagni kom.