Leita í fréttum mbl.is

B-liðið hélt merkinu uppi gegn Þórsurum

thorsleikur_230809_2.jpgVíkingsliðin áttu misjöfnu gengi að fagna gegn Akureyrar-Þór í leikjum dagsins í Íslandsmótinu. Eftir tíðindalítinn og markalausan fyrri hálfleik komst A-liðið yfir í síðari hálfleik. Róbert kom boltanum í netið úr þvögu framan við Þórsmarkið (aðdragandi marksins sést á myndinni). Gleðin varð hins vegar skammvinn því Þórsarar skoruðu jöfnuðu skömmu síðar og stundarkorni síðar skoruðu þeir á nýjan leik. Þórsarar því í góðum málum eftir að hafa sigrað KR í Frostaskjóli í 2-4 og svo Víking í dag 1-2.

Þórsarar áttu meira í B-leiknum framan af en það voru Víkingar sem urðu fyrri til að skora þegar Leifi tókst að koma tuðrunni í Þórsmarkið og undir lok hálfleiksins kom Óli Ægir Víkingi í 2-0 með glæsilegu skallamarki. Vikingar tóku völdin á vellinum í síðari hálfleik og gáfu norðanmönnum engan grið. Óli Ægir komst í gegn og lagði boltann svellkaldur fram hjá markverðinum í hægra hornið. Fjórða markið átti Hrafnkell og það var sannkallað furðuverk: há sending í átt að markinu utan af vinstri kanti. Markvörður Þórs taldi, líkt og aðrir sem á horfðu, að boltinn myndi fara yfir og aftur fyrir en hann datt niður í markið, í stöng og inn. Agnar Darri bætti við fimmta Víkingsmarkinu og Óli Ægir fullkomnaði þrennuna sína með glæsilegasta marki dagsins þar sem boltinn fór bæði í slá og stöng, inn í mark og út úr því aftur. Úrslitin því 6-0, fullkomlega sanngjarn sigur.

Ein umferð er eftir í Íslandsmóti A- og B-liðanna og þá mætum við Breiðabliki í Kópavogi. B-liðið á möguleika á að komast í úrslitakeppni en þá dugar ekki annað en sigur gegn Blikum og svo væri æskilegt að aðrir leikir spiluðust okkur í hag, til dæmis var heldur til bóta að FH skyldi sigra Keflvíkinga í dag 3-2!

  • Næsta æfing er á mánudagskvöld, 24. ágúst, í Víkinni og hefst kl. 19:00. 

Eftirmáli og bakþankar:

A-lið Víkings og Þórs spiluðu á aðalvellinum í Víkinni í dag. B-liðunum var hins vegar vísað á hinn grasvöllinn. Strákar úr þriðja flokki tóku að sér fyrir helgina að hreinsa og taka til í stúkunni við aðalvöllinn gegn því að fá að spila einn leik á aðalvellinum. Strákarnir hlutu að skilja það sem svo að þeir fengu ALLIR að spila þarna, ekki bara sumir (þeir sem spila í A-liði)! Strákarnir í B-liðinu urðu býsna svekktir og báðu sérstaklega um að þessa yrði getið hér á síðunni.

Svona mismunun er ákveðin tegund af rasisma og breytir engu þótt vísað sé í fordæmi heima eða heiman.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

vikingarnir.blog.is

Frjálst og óháð blogg
Frjálst og óháð blogg
Mars 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband