Leita í fréttum mbl.is

Óli Pétur í KR

IMG 6811Óli Pétur Friðþjófsson er hættur í Víkingi og mun vera á leið í KR. Brotthvarfið úr félaginu var staðfest með kveðju sem foreldrar stráka í 3. flokki fengu í dag frá Óla og fjölskyldu hans í tölvupósti. Þar eru engar ástæður tilgreindar fyrir ákvörðuninni og við sem fáum þessi tíðindi getum auðvitað engar kröfur haft uppi um skýringar af neinu tagi. Vér verðum því að búa við áfram að vera eitt stórt spurningarmerki í framan....

Óli Pétur er drengur góður og hefur skilað Víkingum miklu um árabil sem fótboltastrákur og félagi. Fyrir það skulu honum færðar þakkir með ósk um velfarnað á nýjum slóðum. KR-ingar fá dugmikinn liðsmann og önnur hvor rönd á búningi þeirra er í það minnsta í lagi, ef horft er á málið af sjónarhóli Víkings.

Flökkusögur ganga um þetta leiðindamál eins og gengur. Ein sú lífseigasta er sú að Gunnar Örn, þjálfari 3. flokks Víkings, hafi valið fjórmenningana Aron Elís, Jón Rey, Ólaf Ægi og Patrik til þátttöku á úrtökumóti KSÍ fyrir árgang 1994 á Laugarvatni núna um miðjan ágústmánuð og „gengið fram hjá Óla Pétri“.

Rétt skal vera rétt:

  1. Gunnar Örn tilnefndi átta liðsmenn og bað síðan þjálfara unglingalandsliðsins um að velja sjálfur úr þeim hópi, sem sá og gerði.
  2. Landsliðsþjálfarinn tók jafnframt skýrt fram að hann myndi fylgjast með fleiri Víkingsdrengjum í vetur því langt væri í alvöruverkefni hópsins.
  3. Þjálfari unglingalandsliðsins valdi og valið er hans. Enginn á frátekið sæti í neinu liði, hvorki í Víkingi né í landsliðinu.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

vikingarnir.blog.is

Frjálst og óháð blogg
Frjálst og óháð blogg
Mars 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband